Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 4

Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 4
21« Snorri Sigfússon: Júní. vernidi þau, og þau fengu að lifa langan, sólrikan æfi- dag glöð og ánægð, af þvi að þau voru sér þess með- vitandi, að hafa með kærleiksþeli og fórnarlund hjálpað livert öðru. Þaunig er saga þessa litla systkinahóps. Hún er að visu klædd i skrúða æfintýrsins, en er jafn raunveru- leg fyrir því. Það er sagan um sigur kærleikans, sagan um sigurmátt bróðurluigans, sagan um fórnfúst hjarta- lag, sem vermir alt umhverfið og veitir straumum yls og samúðar inn i all okkar líf og öll okkar störf. Án þessara strauma, kærleiks og fórnar, er tilveran köld og iifið eintóm kvöl. Þennan mikla boðskap flutti meist- arinn frá Nasaret mönnunum. Alt líf hans og öll kenn- ing mótaðist af honum. En mönnunum gengur seint að átta sig á, að hann hafði boðað þeim algildan og eilifan sannleika. Þeir váfa enn villir vegar. Þeir liafa enn ekki getað tileinkað sér þennan sannleika nema að litlu levti. Þeir hafa ætlað sér og ætla sér enn að finna farsæld- ina eftir öðrum leiðum. Síngirnin og sjálfselskan liefir ráðið ferðinni og glap- ið þeim sýn. Þar hugsar jafnan hver um sig og skeytir lítið um aðra. Þeir hafa um aldaraðir hlustað á boðskap kærleikans og fórnarinnar, en enn í dag virðist mann- kynið ekki geta trúað því, að það sé liinn eini, sanni gleði og gæfuvegur að lifa samkvæml þeim hoðskap. Þessvegna ræður enn ríkjum úlfúð, heift og Iiatur með- ai mannanna. Þessvegna er enn í dag jafnvel litlum börnum fórnað, á altari miskunnarleysis og liarðýðgi. Þessvegna er enn í dag dásemd og unaði lífsins hreytt í beiskju og harm. Og þessvegna kviðir margur kom- andi degi. — Já, því miður, er nú heimurinn ekki hetri en þetta. Og inn í þennan spilta lieim erum við nú að senda ykk- ur. Því er ekki nema von, er við stöldrum við og lítum í kringum okkur, að liugurinn gljúpni og' öryggisleysið geri varl við sig, í hverl sinn er við sendum óspilta æsku

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.