Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 27
Kírkjuritið. Mikilhæfur rithöfundur látinu. 241 verki þeirrar stofnunar lýsti liann nieð þessum orðum: „Mér skilst ekki, að mikið hefði orðið úr guðstrúnni og eilífðarvonunum og bræðrálagshugsjón mannanna og rétti smælingjanna og mörgum öðrum dýrmætum fjár- sjóðum mannsandans, ef kristin kirkja liefði ekki starf- að í hinum vestræna heimi“. I sambandi við þessi orð Einars H. Kvarans vildi ég að lokum aðeins segja það, að mér virðist hann hafa varið miklu af ævi sinni, kröftum, gáfum og þekkingu lil að varðveita og ávaxta þessa dýrmætu fjársjóði mannsandans, sem hann nefnir. Og þótt tímarnir breyt- •st og mennirnir og menningin með þeim, þá hygg ég, að þetta muni þjöð hans ætíð viðurkenna, og minnasl hans þess vegna með þökk og virðingu. Mér þótti þvi bæði skylt og var það ljúft, að verða við þeirri ósk Kirkjuritsins að mihnast hins látna skálds og mannvinar með þessum fáu orðum. Árni Sigurðsson. SÉRA FRIÐRIK FRIÐRIKSSON ö'amkvaemdarstjóri K. F. t'. M. átti sjötugsáfmæli 25. f. m. Þess 'a>' minst víða um lönd, því að séra Friðrik mun góðkunnastur ■'hra núlifandi íslendinga. Hér var haldin samkoma að kveldi ■'finaeiisdagsins i húsi K. F. U. M., fjölsótt mjög. Séra Bjarni 'lónsson vígslubiskup flutti ræðu og lýsti séra Friðriki og starfi ,ans- En séra Friðrik þakkaði orð hans og árnaðaróskir til Sln' há var fáni dreginn frá mynd af séra Friðriki, prýðilega nialaðri. Blærinn yfir samkomunni var unaðslegur og fagur. Ktarf séra Friðriks fyrir K. F. U. M. og æskuiýð íslands er SVo frábært, að margar þjóðir myndu votta þakkir slíkum nianni með J)ví að ákveða honum heiðurslaun og gjöra hann ■>ð heiðursborgara höfuðstaðar síns.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.