Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 8
VAGLASKÓGUR. Um vordag er Vaglaskógur vænlegt og fagurt skjól, er hvolfþök laufanna lýsir hin ljósliára morgunsói; hún læðist með ilmandi lampa um lauftrjánna súlnagöng, liún lýkur upp ástanna lundum, og loflið er heitt af söng. En svo þegar sumri liallar, þá sígur á rökkrið hljótt, og Kolbrún himnanna kenurr, hin kyrláta, dökka nótt; hún hvíslar í hverjum runni og kyssir án þess að sjást; hún fer um og lokar, lokar, í leyndum er hennar ást. A haustin er hljótt um þig, skógur og himinn þinn orðinn grár, þá hlustarðu á laufin þín hrynja: Heimsins döprustu tár. Þá málarðu í mörgum litum, þótt myrkrin sé orðin löng. Þá ritarðu á blöð þin með hlóði hergmál af horfnum söng.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.