Kirkjuritið - 01.06.1938, Qupperneq 8

Kirkjuritið - 01.06.1938, Qupperneq 8
VAGLASKÓGUR. Um vordag er Vaglaskógur vænlegt og fagurt skjól, er hvolfþök laufanna lýsir hin ljósliára morgunsói; hún læðist með ilmandi lampa um lauftrjánna súlnagöng, liún lýkur upp ástanna lundum, og loflið er heitt af söng. En svo þegar sumri liallar, þá sígur á rökkrið hljótt, og Kolbrún himnanna kenurr, hin kyrláta, dökka nótt; hún hvíslar í hverjum runni og kyssir án þess að sjást; hún fer um og lokar, lokar, í leyndum er hennar ást. A haustin er hljótt um þig, skógur og himinn þinn orðinn grár, þá hlustarðu á laufin þín hrynja: Heimsins döprustu tár. Þá málarðu í mörgum litum, þótt myrkrin sé orðin löng. Þá ritarðu á blöð þin með hlóði hergmál af horfnum söng.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.