Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 33
Kirkjuritið, SÉRA ÓLAFUR MAGNÚSSON JÚBILPRESTUR. Sunnudaginn 22. f. m. voru liðin 50 ár frá því er séra Ólafur Magnússon vígðist prestur að Sandfelli í Öræf- um, og iiefir hann síðan gegnt prestsstarfi öll þessi ár óslitið. Þessa var minst þá um daginn við guðsþjónust- una í Kotslrandarkirkju, og sóttu hana biskup lands- ■ns, margir prestar og fjöldi sóknarfólks. Prófasturinn prédikaði sjálfur og var fyrir altari, en á eftir sté hisk- np í stólinn og mintist starfs júbílprestsins. Eftir messu fóru margir kirkjugestanna að Arnarbæli og nutu lengi alkunnrar gestrisni og höfðingsskapar prófasts- ójónanna. Voru þar enn ræður fluttar og m. a. getið þess, hversu vel frú Lydia hefði stutt dáðrikt starf manns síns um hálfa öld. Þau hjónin áttu gullbrúðkaup síðar i vikunni, þá hélt safnaðarfólk þeirra þeim veglegt samsæti og gaf þeim vinargjafir. Kirkjuritið árnar þeim heilla og blessunar.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.