Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 16
Sveinn Víkingur:
.íúní.
230
þessi frumstæðasta trú á eigin mátt og megin, Iiún er
lömuð. Hann hefir ekki framar neina trú á, að liann geti
klætt sig eða yfirleitt gert nokkurt vik. Þessvegna liggur
hann í rúminu. Ég hýst nú við, þegar þér farið að liugsa
um það, sem ég nú hefi sagt, þá fari yður að skiljast het-
ur gildi trúarinnar og' að hún er enginn liégómi, skiljasl,
að jafnvel þessi frumstæða ófullkomna og takmarkaða
trú ó eigin ínátl og megin er ekki aðeins grundvöllurinn
og undirstaðan að daglegum störfum vorum og fram-
kvæmdum, sem án hennar væru gjörómöguleg, heldur
hýst ég einnig við þvi, að þér hafið ofl mjög greinilega
fundið hjál]) og mátt þeirrar trúar við hin ýmsu störf.
Hafið þér til dæmis ekki fundið, hve mikil hjálp og styrk-
ur er i því, þegar þér eruð að læra eitthvað, livort heldur
er húklegt eða verklegt, ef þér hafið þegar í byrjun get-
að öðlast sterka trú á, að námið muni takast fyrir yður ?
Þá levsir trúin viljann úr böndum, vekur áhugann á
náminu og heinir athyglinni óskertri að verkefninu.
Varla er hægt að velja sér ógæfusamlegri förunaut
í nokkurum skóla en vanlrúna, vantrúna á eigin mátt og'
getu, sem sífelt livíslar að nemandanum: Þetta hepnast
aldrei fyrir þér. Þetta getur þú aldrei lært.
En þessi trú á sjálfan sig, trúin á mátt sinn og megin,
eins og forfeður vorir orðuðu það, hún er aðeins trú i
þrengsta og ófullkomnasta skilningi þess orðs. Og af þvi
að liæfileikar vorir og geta eru ávall liarla takmörkuð,
þá getui trúin á oss sjálf auðveldlega orðið að oftrú, að
heimskulegu sjálfstrausti og hlægilegu gorti, eins og
hjá Birni úr Mörk, er Njála segir oss svo snildarlega
fró. En sé þeirri trú haldið innan skynsamlegra tak-
marka, er hún þó hverjum manni geysileg hjálp í lifs-
baróttunni. Hún vekur viljann og áræðið og knýr oss ti 1
að leggja fram krafta vora og orku alla og óskifta. Og
vanti oss þá trú með öllu, þá erum vér orðnir veiklaðir
menn og ósjálfbjarga vesalingar.