Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 35
Kirk.juriti'ð.
Innlendar fréttir.
249
dæmi, sem sérstakur verkahringur hans í úthverfum sóknar-
innar.
Hið sérstaka umdæmi austanbæjar aukaprests er iill bygðin frá
Rauðarárstíg inn að Elliðaám, og sá hluti sóknarinnar, sem ligg-
ur innan Öskjuhlíðar og sunnan Elliðaánna.
Hið sérstaka umdæmi vestanbæjar aukaprests er öll bygðin
í suðurhluta sóknarinnar frá Sólvallagötu suður að Skerja-
firði, ásamt Seltjarnarnesi öllu.
Innan þessara umdæma er aukaprestunum skylt að lialda
uppi guðsþjónustum að forfallalausu alla sunnu- og helgidaga
ársins, að inna af hendi þau aukaverk, sem um er beðið, og
vinna í samráði við hina föstu presta og sóknarnefnd að hverri ,
kirkjulegri og kristilegri starfsemi, sem telst til hlutverks sér-
hvers kristins kennimanns og sálusorgara og miðar að eflingu
Huðs ríkis innan umdæmis þeirra hvors um sig.
Start'i aukaprestanna hvors í sínu umdæmi skal þannig hag-
að, að meðfram sé unnið að því, að þar myndist sjálfstæðar
sóknir með sérstökum sóknarkirkjum, þar sem reglulegar guðs-
þjónustur fari fram og kirkjulegar helgiathafnir verði um hönd
hafðar.
Uppeldisheimili fyrir vangæf börn og unglinga.
Marzheftíð skýrði frá frumvarpi um það. Siðan hefir það
unnist á í málinu, að þessi þingsályktunartillaga hefir náð sam-
þykki:
Efri deild Alþingis ályktar að skora á rikisstjórnina að láta
rannsaka, hvar vænlegast sé að stofna uppeldisheimili fyrir
vangæf börn og unglinga og gera áætlun um stofnkostnað sliks
heimilis, og sé rannsókn Jokið fyrir næsta Alþingi.
Margt virðist benda tit þess, að Reykhólar séu ákjósanlegur
staður fyrir heimilið.
Á. G.
Frá Nesþingum á Snæfellsnesi.
Hinn 30. marz 1936 andaðist á Hellissandi Sigurbjörn Jón
Sigurðsson sjómaður. Hann var 85 ára gamall og lét ekki eftir
sig neina erfingja. En hann hafði gjört arfleiðsluskrá, þar sem
hann ákvað, að allar sínar eigur skyldu ganga til að mynda
sjóð, til byggingar nýrrar kirkju í Hellissandskauptúni. Hann
var alta æfi einn hinn kirkjuræknasti maður, sem hægt er að
tinna. Hann var ávalt við guðsþjónustu á Ingjaldshóli, er guðs-
þjónusta var þar haldin, þangað til heilsa og kraftar þrutu svo,
«ð hann gat ekki komist upp að Ingjaldshóli. En hefði lengi
getað staulast út í kirkjuna, ef liún hefði verið í þorpinu. Þess