Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.06.1938, Blaðsíða 26
240 Arni Sigurðsson: Juni. stæðastar myndirnar, er liann dregur upp af þeim, sem skuggamegin lifa, og flestum sést yfir, hinum minstu bræðrum Ivrists. Og það er ómetanlegur kostur, að per- sónur hans eru j'firleitt sannar, með sínum kostum og göllum. Mannlýsingar hans bera á sér handbragð hins vitra og víðsýna skálds og mannþekkjara, jafnframt þvi sem þjóðlífslýsingar lians eru sannar og hófsamlegar. Yfir lifið og mennina, sem liann lýsir, ber ævinlega ein- hvern bjarma ofan að. Skáldið vill sýna oss, hvað verð- mætast er og hezt í lífi mannanna. í sál Álfhildai’, liinnar göfugu, margreyndu móður drykkjumannsins, finnur skáldið það birtast, sem hann kallar „dýrð mannssálarinnar“. Og svo er um margar persónur i rit- um hans, að gagn og gleði er að kynnast þeim. Um sálarrannsóknarmálið og afskifti Einars H. Kvar- ans af íslenzku trúarlífi og kirkjumálum hefir verið all- mikið deilt, eins og flestir vita. Hér verður ekki farið inn á þær umræður. En víst er um það, að íslenzka þjóð- in hlustaði á boðskap þeirra Einars H. Kvarans og séra Haralds Nielssonar, og varð fyrir ábrifum, sem eru mjög greinileg í trúar og kirkjulífi voru. Um gildi og mæti þeirra áhrifa, trúarlega séð, verður hver að dæma eftir reynslu sinni, sannfæringu og samvizku. Ég fyrir mitt leyti hefi í preststarfi mínu séð margan og greini- legan vott þess, að margir menn hafa fundið í ritum þessara tveggja andans manna og ræðum mikilsverða lijál]) til að losna úr dróma efnishyggjunnar, og fá guðs- traust og bjarta eilífðartrú í stað þeirrar „vonarsnauðu“ „vizku“. Ég skal í því sambandi minna á sálm Einars H. Kvarans „Þín náðin, drottinn, nóg mér er“. Mér finst liann eins góður, fagur og innilegur sem tilbeiðsluljóð, þó að hann sé ávöxtur af sálarrannsóknum skáldsins og lýsi gleði leitandi manns yfir því, sem hann hefir fundið. Einar H. Kvaran deildi einalt á kirkjuna, eins og kunnugt er. En skilningi sinum á heimssögulegu hlut-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.