Kirkjuritið - 01.01.1939, Qupperneq 27
KirkjuritiS.
Leiðarstjarnan.
21
svipuðum augum og kaþólska kirkjan á prestsembættið,
sakramentin og guðsþjónustufyrirkomulagið, lágkirkju-
stefnan, sem leggur höfuðáhersluna á prédikunina, vakn-
ingu og afturhvarf einstaldingsins, og breiðkirkjustefnan,
er vill koma á fullu samræmi milli kristindómsins og
menriingar og vísinda nútímans. En mönnum er orðið
það ljóst, bverri stefnunni sem þeir fylgja, að innbyrðis
deilur lama kirkjustarfið í heild sinni, og að brýn þörf er
á því að efla gagnkvæman skilning og samstarf með
stefnunum, en eyða deilum, sundurlyndi og ósáttfýsi.
Fyrir því bafa stefnurnar ekki aðeins unnið í bróðerni að
lausn ýmsra vandamála þjóðfélagsins, heldur einnig varp-
að Ijósi skilnings og samúðar yfir kenningarnar.
Brautryðjendur að þessu einingarstarfi urðu þeir fyrst-
h, erkibiskupinn af Kantaraborg og Jórvíkurbiskup. Þeir
skipuðu nefnd til þess að rannsaka, hve mikið væri sam-
eiginlegt í trúarkenningunum innan kirkju Englands og
úvað gjöra þyrfti til þess að mjókka bilin i milli eða brúa
Pau. I nefndinni voru margir menn, biskupar, guðfræðis-
Prófessorar og prestar, valdir af öllum flokkum. Þeir
Unnu saman svo að árum skifti. Þeir héldu oft fram liver-
lr um sig skoðunum sínum af miklu kappi, en æfinlega af
Hdlri hreinskilni og trausti til hinna, og urðu einn vina-
Bokkur.
Nú er nefndarálitið nýkomið út, allstór bók. Ágrein-
lngsatriðin eru sett fram í ljósu máli, og sjaldnast þann-
•g, að ein skoðunin sé talin óyggjandi, og allar hinar rang-
ar> heldur eru ýmsar skoðanir taldar eiga fullan rétt á
fer iunan kirkjunnar. íhaldsamra guðfræðiskoðana gæt-
lr meir, en sjónarmið frjálslyndrar guðfræði eru þó fús-
iega viðurkend. Kenningin um fullkominn óskeikulleika
ihblíunnar spjaldanna á milli er ekki talin geta staðist,
l)ar sein söguvisindi og náttúrufræði hafa Icitt aðrar nið-
urstöður i ljós og fært sönnur á þær. Um gildi kraftaverka
eru udir sammála, hvort sem þau rjúfi þau náttúrrilög,
ei mennirnir þekkja, eða ekki. Og þeir t. d., sem trúa meyj-