Kirkjuritið - 01.01.1939, Side 45

Kirkjuritið - 01.01.1939, Side 45
KirkjuritiS. Þar sem hugsjónir deyja. 39 var frelsið að fullu og öllu svikið og málunum stefnt und- ir erlent vald. Þá er það undir eins, sem niðurlægingin fer að höndum. Fall þjóðarinnar ofan í eymd og ómenningu voru syndagjöldin fyrir svikin við hugsjónina, sem lýð- i’íkið forna var grundvallað á — syndagjöldin fvrir flokka- drættina, óeirðirnar, fjandskapinn og bróðurvígin. Ekk- e,'t af þessu er samræmanlegt við hugsjón frelsisins. IV. Verum því minnugir um þetta: Það er ekki minni vandi að gæta frelsisins en að ávinna það. Vér liöfum áður verið frjáls Jjjóð og glatað frelsinu. Vér höfum glatað því fyrir léttúð, vegna þess að vér vorum ekki því vaxin að varðveita það. Vér vorum frjáls að nafninu til, en ekki 1 raun og sannleika. Svo mjög sem þjóð vor unni dreng- skapnum sem hugsjón, hafði hún ekki eignast hann í reynd. Hana skorti góðgirnd, sáttfýsi, einhug og' bróð- er«i til þess að geta varðveitt hið ytra frelsi. Andinn var vkki að sama skapi frjáls úr böndum hatursins, valdafýst- ar,nnar og ágirndarinnar sem menn léku lausum hala i atliafnalífinu liið ytra. Af því spratt ógæfan. Kring um þetta verður aldrei komist, að andinn verðnr að vera I' jáls, til þess að til sé nokkurt frelsi í eiginlegri merkingu þess orgs yj ]jess varðveizt geti liið ytra frelsi. lJetta er því i senn vort mesta áhyggjuefni og nauð- sHilegasta umhugsunarefni í hvert sinn og vér minnumst fullveldis vors: Erum vér nú betur vaxin því, að varð- ' eita frelsið, en vér vorum i fornöld? Kunnum vér betur að s,gla fyrir skerin? Erum vér orðin andlega frjáls? H'að virðist yður, er þér lítið yfir svið þjóðmálanna og lortið á hugsjónabaráttuna eins og hún hefir verið háð þar a undanfarandi árum? l^er þar mest á sáltfýsi, góðgirnd, einhug og bróðerni, Sem eru eins og vér höfum séð frumskilvrði fyrir öllu sannarlegu frelsi? Horfir þjóðin einhuga og samtaka að I 1 menningartakmarki, sem henni sæmir að setja sér,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.