Kirkjuritið - 01.12.1940, Síða 7

Kirkjuritið - 01.12.1940, Síða 7
Kirkjuritið. Jólaminningar. 329 og einstæðingsskapinn. En þegar ég vaknaði á jóladags- morguninn, þá lá stórt bréf á koddanum lijá mér, og var prentað á það: Bréf til þín. í bréfinu var fallegt jóla- kort, og orð, svo sönn, huggandi og lilý, að þau vöktu bæði klökkva og kjark, — ekkert nafn. En seinna fékk ég að vita að það væri félag eitt, sem m. a. befði það á stefnuskrá siuni að senda einstæðingum, í sjúkrahúsum, og víðar svona bréf. Væri óskandi, að margir vildu gera það sama. Það kostar lítið, en getur svo ósegjanlega glatt þann, sem fær það; en bréfið verður að vera hlýlegt, koma frá hjartanu. Og þá er það líka ekki svo slakur þáttur í einingar og bróðurstarfseminni, sem við höfum aldrei baft jafn knýjandi þörf fyrir að halda vakandi sem einmitt nú. í Guðs friði! Þórunn Richardsdóttir. Vers. Nú eilífs friðar finn ég blæ í hug, sem flæðir yfir löndin iðjagræn. Sem hvítar dúfur hefji sig á flug, úr hjarta mínu stígur orðlaus bæn. Ó, Guð, ég þarf ei lengra’ að leita þín, — ég lít þín spor á dags og nætur stig. Að feta þína vegi’ er vizkan mín. I veröld allri sé ég aðeins þig. Jakob Jóh. Smári.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.