Kirkjuritið - 01.12.1940, Side 16
338
Ásmundur Guðmundsson:
Nóv.—Des.
föt og héðan í frá þrái ég ekki að segja annað en þetta:
Faðir vor, þú, sem erl á himnum.“ Kapellusmíðin sóttist
smámsaman, unz henni lauk að fullu. Og þá tók Frans
sér fyrir hendur að gjöra við fleiri kirkjur og prýða þær.
En þar kom sunnudag einn, að liann sá að sér var annað
hugað. Hann hlustaði á prest lesa guðspjallið um sendingu
lærisveina Jesú og komst við af öllu hjarta. Honum virðist
presturinn hverfa, en Kristur sjálfur koma í staðinn.
Ilann talar, hinn krossfesti, er hann fann áður i kapell-
unni: „En á ferðum yðar skuluð þér prédika og segja:
Himnaríki er í nánd. Læknið sjúka, hreinsið líkþráa,
rekið út illa anda. Ókeypis hafið þér meðtekið, ókeypis
skuluð þér af hendi láta. Fáið yður eigi gull né silfur né
eirpeninga í helti yðar, og eigi mal til ferðar né tvo
kyrtla né skó né staf, því að verður er verkamaðurinn
fæðis síns.“ Þessi orð urðu honum opinberun. Þau voru
svar af liimni við dýpstu þrá hans. „Þetta er það, sem
ég þarfnast,“ hrópaði hann, „þetta er það, sem ég
leita. Upp frá þessum degi skal ég af fremsta megni
reyna að gjöra þetta.“ Samstundis fleygði liann frá sér
staf sínum, mal, pyngju og skóm og fór svo að hoða í
orði og verki, að himnaríki væri í nánd. llægt og hægt
eignaðist hann samstarfsmenn. Og þegar þeir eru orðnir
nokkur hópur, leita þeir á fund páfa til þess að fá sam-
þykki hans til prédikunarstarfsins. En það liggur ekki
laust fyrir. Þá biður Frans Krist um hjálp, og svarið og
bænheyrslan þykir honum vera dæmisaga, sem hann
segir svo aftur páfanum. Er hún um fátæktina og á
þessa leið:
„Einu sinni var uppi í óbygðum hláfátæk kona, en
fögur með afbrigðum. Voldugur konungur sá liana og
geklc að eiga hana. Þau áttu saman marga sonu. Þegar
þeir voru orðnir frumvaxta, sagði móðir þeirra við ])á:
Þið þurfið ekki að fyrirverða ykkur fyrir neinum. Þið
eruð konungssynir. Farið til hirðar konungsins, og hann
mun gefa ykkur alt, sem þið þarfnist. Þegar þangað