Kirkjuritið - 01.12.1940, Blaðsíða 17
KirkjuritiS.
Frans frá Assísí.
339
kom, dáðist könungurinn að fegurð þeirra og sá, að þeir
voru honum líkir. „Hvers synir eruð þið,“ spurði hann. Og
þegar þeir svöruðu, og þeir væru synir fátækrar konu
í óbygðinni, þá þrýsti konungurinn þeim fagnandi að
hjarta sér og sagði: Yerið óhræddir, því að þið eruð
synir mínir, og þið skuluð nærast við mitt borð.“
Frans sagði söguna með barnslegri einfeldni. Páfinn,
Innocentius III., stóðst hana ekki, lét undan og lagði
blessun sína yfir starf hans og bræðra hans.
Þannig yfirstígur Frans liverja raun, og sigurinn á hann
því að þakka, að hann lifir eftir orðum Ivrists: „Takið
á yður mitt ok og lærið af mér, þvi að ég er hógvær og
af hjarta litillátur.“
IV.
Næstu árin sást oft á ferð um Ítalíu maður fótgaug-
andi, i gráum kufli og herfættur, í hærra meðallagi á
vöxt, grannur og fölleitur, fríður sýnum og svarteygur,
svipurinn hýr og ástúðlegur, og tign og yndisþokki yfir
persónunni allri. Engum, sem sér hann, fær dulist, að
hann er með heilags manns yfirbragði, og vinarþel vakn-
ar til hans ósjálfrátt. Það er „litli bróðirinn“, eins og
Frans nefndi sjálfan sig.
Prédikun lians liefir mikil áhrif hvar sem hann kennir.
Hún er einföld og óbrotin eins og mest má verða, fáorð
og gagnorð og æfinlega út frá lífinu og reynslunni. Hún
vekur samvizku manna og veldur hughvörfum iðulega.
„Orðin nísta helg og hrein sem heiðastormur merg og
bein.“ Hann bendir á þverhrestina í skapgerð manna
og vill reyna að brenna alt óhreint burt þaðan með
heilögum eldi kærleikans. Hann leggur megináherzlu á
iðrun, fallvelti lífsins, laun komandi aldar og fullkomn-
un samkvæmt kenningu guðspjallanna. Enginn kann að
lýsa dularþrá mannanna eftir æðra lifi. Stundum mæna
þeir um Ijósaskiftin á fölvann bjarta yfir sjóndeildar-
hringnum, og með kvöldsvalanum leikur um þá nýr andi