Kirkjuritið - 01.12.1940, Page 18

Kirkjuritið - 01.12.1940, Page 18
340 Ásmundur Guðmundsson: Nóv.—Des. og vekur hjá þeim með himneskum hætti þrá eftir æðri veröld og lieilagleik. En myrkrið kemur og þeir halda heim. Þeir svifta af sér leiðsluhulunni og oft fer svo, að þetta verður eini ljóminn frá guðdóminum, sem þeir sjá hregða upp fyrir sér. Fáein andvörp verða öll tilraun þeirra til að finna allsvaldanda Guð. En þráin eftir kær- leikanum og guðdóminum blundar aðeins. Þegar fegurð ástarinnar og heilagleikans birtist, þá vaknar hún, og mennirnir laðast að þeim, sem boðar hana af insta grunni hjartans. Og svo er um Frans. Hann er heill og brennandi í anda. Hann kveikir eld i sálum margra manna, sem verður þeim Ieiðarljós. Voldug trúarhreyf- ing rís þar, sem hann fer. Enn meira er þó vert um kærleiksverk hans en kenn- ingu. Um þau er fjöldi frásagna, um kærleiksverk bæði við menn og málleysingja. Á sumar þeirra liafa menn verið tregir til að leggja trúnað, en undraviðburðir vorra tíma og vísindi valda því, að nú er siður efast um sann- leiksgildi þeirra. Það var einkenni á kærleika Frans, að því meir sem einhver þjáðist, því lieitar virtist hann elska liann. T. d. liélt hann órofatrygð við holdsveika menn. í sjúkrahælinu skamt frá Assísí var einn svo grimmur í skajji, að hann vildi enga hjálp þiggja af lærisveinum Frans, heldur tók blessunarorðum þeirra með guðlasti og formælingum, svo að þeir gátu ekki annað en skilið við hann. Þá kemur Frans sjálfur til og' segir: „Guð gefi þér frið, kæri bróðir minn“, „Hvaða frið,“ spyr hinn, „get ég fengið hjá Guði, hann hefir svift mig friði og öllum gæðum og selt líkama minn á vald rotnun og andstygð.“ En Frans segir: „Vertu þolin- móður, því að með þjáningum líkamans vill Guð vinna að frelsi sálar þinnar.“ „Hvernig á ég að vera þolinmóð- ur,“ svarar hinn, „þegar ég líð svo mikið og bræðurnir, sem þú sendir mér, hjúkra mér illa.“ Þá dregur Frans liann að sér til þess að hiðja fyrir honuni, og segir: „Son- ur minn, úr því að þú ert ekki ánægður með aðra, þá

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.