Kirkjuritið - 01.12.1940, Síða 25

Kirkjuritið - 01.12.1940, Síða 25
Kirkjuritið. Fyrir þrjátíu árum. Þegar ég sting nú niður penna til þess að rifja upp fáeinar endurminningar, aðeins 30 ára gamlar, þá hefi ég það einhvern veginn á tilfinningunni, að það sé aðeins einkaréttur hinna gömlu og gráhærðu að fást við slíka tegund bókmenta. En þegar maður á minum aldri, maður, sem hefir lifað hina fyrstu áratugi 20. aldarinnar, leyfir sér að brjóta slíka venju, þá hefir Iiann þá afsökun, að einmitt á þessum áratugum liefir lijól tímans snúist ó- venjulega hratt. Það, sem skeði á fyrsta tug þessarar aldar, er nú orðið gamalt. Manni finst það liggja óravegu aftur í fortíðinni, tilheyra annari öld. Og vissulega heyrir það til annari öld. Það urðu engin söguleg aldamót hér, þegar árið 1900 rann út. Aðeins í almanakinu. En árið 1914 urðu einhver hin örlagaríkustu aldamót, sem veraldar- sagan getur um á síðari öldum. Þá fyrst ríður 20. öldin í garð, með öllum sínum sigrum og ósigrum. Heimsstvrj- öldin verður hin volduga og þjáningafulla fæðingarhríð hins nýja tíma, og það er hún, sem er hinn mikli merkja- steinn á milli þessara tveggja alda, og þeir, sem lifað hafa bernsku sína og æsku fyrir þessi miklu aldaskil, en full- orðnisárin eftir þau, hafa það óljóst á tilfinningunni, að hafa lifað á tveimur tilverustigum, og af þessum ástæðum kunna þessar 30 ára gömlu endurminningar mínar að eiga nokkuð meiri rétt á sér en ella. í miðjum Skagafirði, þar sem einna víðast er til veggja, stendur höfuðbólið Flugumýri. Þar hefir, sem kunnugt er, verið kirkjustaður í margar aldir, og rikismannasetur. Um, og rétt fram yfir aldamótin síðuslu, var þarna lítil og fátækleg torfkirkja lík þeim, sem nú eru á Víðimýri og

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.