Kirkjuritið - 01.12.1940, Síða 28
350
Hannes J. Magnússon:
Nóv.—Des.
virðulegu sunnudagshelgi með húslestrum og guðsþjónust-
um á víxl. Það var að vísu lítill og þröngur heimur, en
hann var fullur af friði og öryggi, hann var ekki plægður
þar upp akurinn í dag, sem sáð var í í gær. Allur gróður
náði til að vaxa.
Sunnudagar hins nýja tíma eru að verða mestu annadag-
arnir, minstu livíldardagarnir, og í öllum þeim ys langar
mig stundum til að vera horfinn í litlu, gömlu kirkjuna
mína vestur í Skagafirði; hlusta þar á gömlu uppáhalds-
sálmalögin, sem ég lærði þar sem barn, sjá þar blessaðan
gamla prestinn minn, háan og virðulegan, og öll gömlu,
kæru andlitin, sem nú eru mörg horfin burt af leiksviði
lífsins. Ég sé þau ennþá fyrir mér með rúnum ótal erfið-
leika, en með alvöru og staðfestu í svipnum, og falslausa
trygð við allar sínar hugsjónir. Þetta voru alt lietjur, hetjur
liins fábreytta daglega lífs, hetjur, sem þóttust þó livorki
svo vitrar eða sterkar, að þær væru upp úr því vaxnar að
leita skjóls iijá Guði í „vetrarhríðum vaxinnar æfi“, eða
biðja sinna hljóðu bæna í litlu kirkjunni sinni.
Fyrir tæpum þremur árum var ég við guðsþjónustur í
nokkurum kirkjum úti i Danmörku. Það var einkum þrent,
sem vakti athygli mína þar. Hið fyrsta var það, að flestir
prestarnir prédikuðu hlaðalaust, það gerði ræður þeirra
persónulegri og hlýrri. Hið annað var hin almenna þátttaka
í kirkjusöngnúm, og það þriðja, sem mér kom einkennileg-
asl fyrir sjónir, var hin mikla þátttaka kirkjugesta í altaris-
sakramentinu, og það við venjulegar guðsþjónustur. Við
eina slika guðsþjónustu, sem stóð í samhandi við mót Ung-
mennafélaga vestur á Jótlandi, hygg ég, að kvöldmáltíðar-
gestir hafi skift hundruðum, flest ungt fólk. Þessi virðing
og trúmenska við gamlar, kirkjulegar athafnir, mintu mig
á gömlu guðsþjónusturnar vestur í Skagafirði fyrir 30 ár-
um. Altarisgöngur voru þar að vísu ekki nenia í sambandi
við fermingu, en þær voru í augum manna þá helgasta og
hátíðlegasta athöfn hinnar kristnu kirkju, og hvaða dóm,
sem við, hinir kaldrifjuðu menn 20. aldarinnar, leggjum