Kirkjuritið - 01.12.1940, Page 30
352
Hannes J. Magnússon:
Nóv.—Des.
Flugumýrarkirkja.
Á lifandi dauða livað einkenni er,
í auðveldum hendingum sagt get ég þér:
Að kólna ekki í frosti né klökkna við yl,
að kunna ekki lengur að hlakka til.
Ég her mikla og djúpa virðingu fyrir raunsæinu, hinni heil-
brigðu skynsemi, það sem hún nær. En hamingjan hjálpi
þeim mönnum, sem mist hafa hæfileikann til að verða
hrifnir, og fyllast lotningu. Það eru einmitt stærstu augna-
blik mannlegs lífs, þegar þessi þótlafulla vera — maðurinn
— getur beygt kné sín í lotningu fyrir einhverju, hvort
sem það er nú hyldjúpur, alstirndur vetrarhimininn, feg-
ursta hásumardýrð náttúrunnar, eða sjálfur höfundur lífs-
ins. Allir eru fæddir með slíkum hæfileika. Hann er eitt
af þvi dásamlegasla í fari barnsins og gerir bernskuna og
æskuna að svo yndislegu æfiskeiði, og það er einn af levnd-