Kirkjuritið - 01.12.1940, Page 34

Kirkjuritið - 01.12.1940, Page 34
356 Kristleifur Þorsteinsson: Nóv.—Des. stunda lestaferð þaðan að Reykholti. Þar bjó lengi mað- ur, Halldór að nafni, vandaður og vel metinn. Hann var sjónlaus með öllu mörg síðustu æfiárin, en þó kom það naumast fyrir, að hann skipaði ekki sæti sitt í kirkjunni á messudögum. Stjúpsonur hans, sem Ólafur hét, var honum svo ástúðlegur förunautur, að liann slepti eklci hendi sinni af þessum sjónlausa manni. Reið hann með honum báðar leiðir, leiddi hann i kirkju, þar sem þeir sátu hlið við hlið þar til messu var lokið. Höfðu þeir víst aldrei nema þetta eina erindi að hlýða á messuna, og liafa þær víst oft fært hinum hlinda manni birtu á löngum og dimmum dögum. Þá var á söniu árum aldr- aður maður á Hömrum í Reykholtsdal, Sigurður að nafni Bjarnason, söngmaður, kirkju og klerkavinur. Hann varð hrumur af gigt og sjónlaus með öllu. Að síð- ustu gat liann ekki setið á liesti nema í söðli; og þannig lét hann reiða sig til kirkju, meðan þess var kostur. Mörg dæmi þessum lík mætti segja bæði af körlum og konum, sem lögðu næstum lífið í sölurnar til þess að vitja kirkju sinnar. Fólkið þurfti þá ekki að óttast, að það færi erindisleysu, þvi að messa var ætíð vís, svo framarlega sem prestar voru óhindraðir, nema þegar um aftakaveður var að ræða. Þó má geta þess, að urn réttir og baustlestir beindust hugir manna að þeim störf- um, sem þá urðu ekki umflúin. Voru það sunnudag- arnir i 22. og 23. viku sumars, sem leitir og ferðalög stóðu yfir. Á þessum árum fylgdu Reykholtsprestar sörnu venju í Stórási í þvi að byrja messu á hádegi. Vissu allir, hver háski kirkjurækninni var húin, ef út af því væri brugðið. Það var lika talin heilög skylda allra kirkju bænda að vera heima á messudögum ásamt fólki sínu. Var þeim ámælt, sem brutu þá reglu. Ég man eftir því, að sum- arið 1879 flaug sú fregn viða, að ungur bóndi á kirkju- stað í Húnavatnssýslu hefði bvergi sést, er prestur og kirkjufólk var komið á staðinn. Þetta var um hásláttinn.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.