Kirkjuritið - 01.12.1940, Page 37

Kirkjuritið - 01.12.1940, Page 37
Kirkjuritið. Kirkjurækni og helgihald. 359 morgna ársins, áður en nokkur heimilisverk byrjuðu, það var jóladag, páskadag og sumardaginn fyrsta. Ýmsir aldraðir menn, sem enn eru á lífi, telja það meðal sæl- ustu bernskuminninga, þegar þeir voru að vakna við söng þessa hátíðismorgna. Ekki var söngurinn lærður á þeim árum, en samt gat hann látið vel í eyrum barna, sem voru milli svefns og vöku og aldrei höfðu hevrt ann- að betra. Það skrifaði mér eitt sinn aldraður Islendingur, sem búinn var að vera í Vesturheimi fleiri tugi ára, að sæl- ustu bernskuminningarnar frá gamla landinu væru frá þvi, er hann vaknaði á jóladagsmorgnana við það, að verið var að syngja hátíðasálmana með gömlu lögunum. Þá var hann að dreyma, að nú væru Guðs englar að syngja, en þegar hann kom til sjálfs sín, þá var þetta heimilisfólkið, sem söng. En það voru ekki einungis háJf- sofandi börn, sem gátu orðið hrifin af fegurstu Grallara- lögunum. Þau gátu lílca hrifið fóllí á öllum aldri. Þegar ég var í bernsku, lilakkaði ég mikið til fyrsta mánudags í níuviknaföstu. Þá vissi ég, að lvvöldvakan átti að enda með því, að alt heimilisfólkið syngi fyrsta Passíusálm- inn: „Upp, upp mín sál og alt mitt geð“. Mér þótti þá liæði sálmurinn og lagið svo ljúft og yndislegt. Og þessar bernskuminningar snertu mig með svo miklum unaði, þegar þetta sama lag harst mér aftur til eyrna frá bisk- upsmessunni í Almannagjá á Alþingisliátíðinni 1930, við sálmsversin: „Víst ertu Jesú kongur klár“. Munurinn var aðeins sá, að þar birtist lagið í fágaðri mynd. Hið sama má segja um fleiri ldrkjulög, sem nú eru sungin, að þau mega lieita enn í sinni gömlu mynd, t. d. „Óvinn- anleg horg er vor Guð“ og „Hevr mín hljóð“. Fleiri mætti telja. Þegar móðir mín var á sínuin efri árum að rifja upp œskuminningar úr föðurgarði, urðu henni messur séra Þorsteins Helgasonar í Reykholti jafnan hugljúfasta um- talsefnið. Hafði liann, að hennar dómi, flest það til að

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.