Kirkjuritið - 01.12.1940, Qupperneq 38
360 Kristléifur Þorsteinsson: Nóv.—Des.
bera, sem einn prest mátti prýða. Einkum voru það radd-
fegurð og glæsimenska, sem gerði hann svo minnilegan.
Þá voru nokkurir bændur í Reykholtssókn orðlagðir
söngmenn og kunnu öll Grallaralögin reiprennandi.
Hófst þá oft messa á sálminum „Um Guð ég syng, því
syng ég frár. Sá er vor mikli Guð.“ Lag við þennan sálm
þótti bæði fagurt og bátíðlegt, en afar vandsungið og
þótti ekki meðfæri annara en beztu söngmanna. f mínu
ungdæmi lieyrði ég aðeins einn mann synga þetta lag,
var það Sigurður ljóndi í Karlsbrekku, orðlagður söng-
maður. Ýmsra fleiri sálma mintist móðir mín, sem henni
urðu kærir alla tíð frá því, að þessi Reykholtssöfnuður
söng þá inn í hjarta liennar, þegar hún var á æskuskeiði.
„Guð miskunni nú öllum oss“, „Heiður sé Guði liimnum
á“ og „Til þín heilagi herra Guð“ og auðvitað marga
fleiri.
Hin svokallaða Aldamótabók náði aldrei slíkri hylli
sem Grallarinn, í lijörtum alþýðumanna, víst meðfram
fyrir þá hörðu deilu, sem út af henni reis milli tveggja
þjóðkunnra manna, sem áttu þar sálma. Var hún af
sumum nefnd Skynsemistrúarbóldn. Samt héldu eldri
sálmar þar vinsældum og líka nokkurir eftir presta,
sem voru á lífi þegar bókin var gefin út. Meðal þeirra
má nefna jólasálm séra Þorvalds Röðvarssonar: „Dýrð
sé Guði í liæstum liæðum“, og vorsálm séra Kristjáns
Jóhannssonar: „Guðs gæzku prísa“. Um þessar tvær
sálmabækur, Grallarann og Aldamótabókina, var nokk-
ur togstreita, svo að hvorug var látin víkja, en l)áðar
notaðar jöfnum höndum, og valt á ýmsu um notkun
þeirra. En 1871 kom út sálmabók með úrvali hinna
gömlu sálma færðum í betra rím og mörgum frumsömd-
um, áður óþektum, ortum af prestum, sem þá voru á
lífi er bókin kom út. Eftir það mátti heita svo, að Grall-
aranum og Aldamótabókinni væri stungið undir stól
bæði í kirkju og heimahúsum. Fimtán árum síðar varð
þó þessi bók að i-ýrna fyrir þeirri sálmabók, seni ennþá