Kirkjuritið - 01.12.1940, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.12.1940, Blaðsíða 39
Kirkjuritið. Kirkjurækni og helgihald. 361 heldur hér velli. Við þessar breytingar, sem þá urðu víða á hókum, lögum og kirkjum, urðu hinir gömlu kór- bændur að víkja fyrir yngri kynslóðinni, sem var þá fyrsta kastið mjög reikul i lögum og haltraði þá á milli hins nýja og gamla tíma. Það eru nú liðin meira en sextiu ár síðan ég kom fyrst á Vatnsleysuströnd, þar sem ég stundaði sjóróðra um tíu vetrarvertíðir. Voru þá ræktar þar allar þær sömu siðvenjur og hér í sambandi við hvíldardaga, húslestra og kirkjurækni. Húsbóndi minn flest þau ár, Guðmund- ur Guðmundsson á Auðnum, var þá enn í blóma lífsins. Hann var þá orðinn auðugur maður af hepni sinni og útsjón við fiskiafla. En aldrei ýtti hann skipi á flot til fiskiróðurs á lielgidegi öll þau ár, sem ég var hjá hon- um. Sjórinn var sóttur af mesta kappi alla virka daga, sæjust nokkur tök á því vegna veðurs. En sjómenn voru sínir eigin herrar alla sunnudaga. Þá var séra Stefán Thörarensen, sálmaskáld, prestur á Kálfatjörn. Bar hann mjög af mönnum að líkamsatgerfi, en einkum var það hans frábæra söngrödd, sem gerði hann ógleymanlegan öllum þeim, sem til hans heyrðu. Organléikari í Kálfatjarnarkirkju var þá Guðmundur Guðmundsson í Landakoti. Hafði hann jafnan á vertið- inni flokk úrvalssöngmanna, sem hann æfði undir hverja messu. Á laugardögum tók séra Stefán sálmana til, sem átti að syngja við messu næsta dag. Sendi hann Guð- mundi í Landakoti númer þeirra, til þess að hann gæti æft flokk sinn á laugardagskvöldum eða sunnudags- morgna, áður en til messu var tekið. Öll messugjörð í Kálfatjarnarkirkju var þá, að mínum dómi, svo fögur og heillandi, að lienni var ekki unt að gleyma. Svo lengi sem séra Stefán var þar þjónandi prestur og allir sunnu- dagar friðhelgir, var það hið mesta hnoss og upphót á vermenskuna að hlýða á messur hans. En áður en ég skildist við Yatnsleysuströnd, var mjög farin að raskast regla sú, sem þar ríkti um helgihald og guðsþjónustur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.