Kirkjuritið - 01.12.1940, Page 47
KirkjuritiS.
Sambúð prests og safnaðar.
369
En það er ýmíslegt það að gerast í heiminum nú, sem
bendir til þess, að jafnvel innan ekki órafjarrar fram-
tíðar geti það skift sköpum fyrir þessa þjóð, bvernig
okkur befir tekist í söfnuðunum að vinna fyrir Krist, kon-
ung sannleika og réttlætis.
Á hvern liátt verða þau bezt tengd, tengslin við söfn-
uðina ?
Við höfum prédikunarstólinn. Þaðan getum við látið
raust okkar g'jalla. Páli var stundum þrýst út úr sam-
kunduhúsunum með barsmíð og grjótkasti. Slíkt hendir
varla okkur, það hefir ekki gerst til þessa. Það er ákaflega
mikill aðstöðumunur. En höfum vér gætt eins, eða réttara,
böfum vér liaft það nógu lifandi fyrir hugskoti voru, að
þessi prédikunarstóll, sem stendur hátt í hverri kirkju, og
sem okkur öllum mun þykja vænt um, honum var lyft
þangað upp af sárum bökum þeirra, sem fórnuðu öllu,
breint öllu, heimili, áliti, virðingu, vináttu, öllu — Páli
og lians líkum, sem og sögðu: „Kristi alt“.
Við göngum inn í þennan lielgidóm, sléttir og fágaðir,
frá grænu prófborði, sem við höfum setið við i kjóli og
hvítu.
Óskapar munur. — Óskapar munur á undirstöðu. Það er
vandi undir slíkum kringumstæðum að láta eldinn ekki
kólna. — Það er vandi undir slíkum kringumstæðum að
tengja liin sömu brennandi tengsl ábuga og orku við söfn-
uðina eins og prédikurum frumkristninnar tókst, þegar
ekkert var vani, en alt var líf.
Nú stöndum við í þessum stólum — Guð veri okkur
syndugum náðugur — og eigum að veiða menn.
Þarna situr söfnuðurinn fyrir framan okkur, andlit við
andlit og við eigum að ávinna hann allan fyrir Krist, en
þráfaldlega, þegar við komum út, er talað við okkur um
veður og pólitík, eins og við hefðum aldrei í stólinn farið.
En þetta er alt skóli, góður skóli — og einhversstaðar
frá hljómar rödd í eyrum okkar, rödd, sem einnig hljóm-
aði í eyrum Páls, og segir: