Kirkjuritið - 01.12.1942, Síða 40

Kirkjuritið - 01.12.1942, Síða 40
342 Jakob Jónsson: Nóv.-Des. liinn 14. marzmánaðar 1876. Hann mun liafa alist upp hjá foreldrum sínum í Fáskrúðsfirði, var settur til menta og varð stúdenl aldamótaárið. Að því loknu hóf liann nám í prestaskólanum og lauk því með fyrstu einkunn árið 1903. Gerðist liann þá hiskupsskrifari i eitt ár, en fór að því loknu til Ameríku. Þegar þangað kom, mun liann fyrst í stað liafa verið óráðinn í þvi, hvað gera skyldi. Séra Stefán var duglegur verkmaður við livað sem var, og vann hann nú í þrjú misseri við steinlagn- ingu og múrsmíði og gerðist meðlimur í félag'i þeirrar starfsgreinar i Winnipeg. A þeim árum var þessi unga horg að bygg'jast upp, og fjöldi íslendinga lagði fyrir sig hvers konar byggingarvinnu. En árið 1905 snýr séra Stefán við blaðinu og gerist ritstjóri vikublaðsins „Lög- bergs“. Islenzku blöðin hafa altaf verið stórkostlega þýð- ingarmikil tæki í þjónustu þjóðernismálanna. Þau hjálpa til þess að viðhalda sambandinu milli dreifðra bvgða, auk þess sem þau hafa að sjálfsögðu verið sá vettvang- ur, þar sem almenn mál hafa verið rædd og um þau deilt. Ritstjórn þessara blaða er mikið starf og mjög tímafrekt. Mun þá hafa komið sér vel, að séra Stefán var iðinn og atorkusamur starfsmaður. Ekki hvgg ég, að hann liafi verið sérlega mikill hardagamaður í innbyrð- isdeilum landanna, en liann var lipur hlaðamaður, skrifaði Ijóst og g'ott mál, og var hinn nýtasti ritstjóri. Þegar séra Stefán liafði verið ritstjóri upp undir einn áratug, losnaði Kolfreyjustaðarprestakall í Fáskrúðs- firði. Þá fæi- heimþrsíin og átthagaástin yfirhöndina, og séra Stefán fer til íslands, sækir um Kolfreyjuslað, en fær hann ekki. Þá var fríkirkjuhreyfingin enn all-sterk á Austurlandi. Stofnuðu nú Fáskrúðsfirðingar fríkirkju- söfnuð og réðii séra Stefán sem prest sinn. Hefir það sennilega átt mikinn þátt í stofnun þessa safnaðar, að mörgum sveitungum séra Stefáns liefir fallið það miður, að hann skyldi ekki fá tækifæri til prestsþjónustu i fæðingarsveit sinni, er hann kom heim aftur eftir langa

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.