Kirkjuritið - 01.12.1942, Síða 52

Kirkjuritið - 01.12.1942, Síða 52
354 Árni Árnason: Nóv.-Des. Ég geí búist við því, að ýmsir þeir séu til, meðal krist- inna manna, sem virðist þetta, fljótt á litið, sennilegt, og telji það all-veigamikla röksemd, að lítt hugsuðu máli. Vér skulum því líta nánar á þessa fullyrðingu. Við hana er nú það fyrst og fremst að athuga, sem líka er aðal- atriðið, að hreytingar, og enda byltingar í lífi þjóðanna geta orðið á ýmsan hátt, og þeir, sem mætti nefna bylt- ingamenn, eru því svo mismunandi, að þeir eiga elcki saman nema nafnið. Þeir, sem alment eru nefndir bylt- ingamenn á vorum tímum, eru yfirleitt menn, sem, ef þeim er alvara, ætla sér að skapa þjóðarheill með gagn- gerðum breytingum á stjórnarfyrirkomulagi þjóðanna og á framkvæmd þjóðmálanna í heild sinni. Þessum breytingum vilja þeir fá framgengt með byltingu, ef þess er ekki fljótlega kostur á annan hátt. Þeir vilja ekki una því og bíða þess, að breytingarnar verði eftir venju- legum og' gildandi lögum og' reglum, sem þeir ekki við- urkenna rétlmæt og bindandi, lieldur vilja þeir neyta aflsmunar og beita ofbeldi, með þeim afleiðingum, sem því eru samfara. En það eru til miklu fleiri, sem mætti nefna byltinga- menn, heldur en þessir, og það eru til byltingar og þjóð- lífsbreytingar í alt annari merkingu. Það eru til andleg- ir byltingamenn, sem hafa valdið straumhvörfum í and- legu lífi, bæði sinnar eigin þjóðar og annara. Trúarbragðahöfundar allra alda liafa verið slíkir bylt- ingamenn, og innan kristninnar er Liiter, til dæmis, slíkur byltingamaður. Aðrir hafa aftur valdið gjörbreyt- ingum í verklegum efnum og vélanotkun, en þær breyt- ingar hafa aftur gjörbreytt lífi þjóða og einstaklinga að ýmsu leyti. Edison og' Marconi voru, til dæmis, slíkir byltingarfrömuðir. Enn aðrir hafa valdið algjörum breytingum á öllum aðferðum til þess að forðast sjúk- dóma, lækna og lina þrautir, og þannig valdið gjör- breytingu á háttum og liögum þjóðanna og öllum fram- kvæmdum í lieilsuvernd og aðbúð við liina sjúku. Slíkir

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.