Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 7

Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 7
Jólabarnið Þótt trufli lífsins hróp þinn hjartafrið, hún hljóðnar aldrei móðurbænin góða, sem beðin var hjá vöggu þinni forðum, hún vakir líkt og engill þér við hlið. Þótt sögð sé jólasagan meðal þjóða á sama kvöldi og fyr, með sömu orðum, hún öðlast fegurst form í barnsins sál, sem falslaus þýðir hennar englamál. Hve undurlágt rís íslands jólasól, því unaðslegar blikar kvöldsins stjarna. Þá rúmast bezt það Ijós í lófa smáum, sem lengst og fegurst nær að skína um jól. Því Betlehem er ástjörð allra barna. Með englum dvelja þau hjá stalli lágum; í þeirra sál fær saklaus gleðin völd, því sjálfur Guð er barn með þeim í kvöld. Ó, barn, sem lifir sjálft þá helgu sögn, er sérhver jól er lesin kristnum börnum, þú horfir upp með engilsvipinn bjarta, því úti í fögru landi í kvöldsins þögn með sjálfum Guði undir stórum stjörnum þú stendur nú með gleði og frið í hjarta. Þín litla barnssál hýsir himininn. Nú hlustar Guð á jólasálminn þinn. HELGI SVEINSSON.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.