Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 9
Jólin — kœrleikshátíð.
Þegar þessi ljóssins hátíð rennur upp, og áhrif hennar
koma yfir sál þína, þá vakna hlýjar og bjartar hugsanir.
Þú minnist jólanna frá því fyrsta, er þú varst barn, hve
heillandi og blessunarrík áhrif það hafði á þig að íhuga
með barnslegum huga fæðingu Jesú Krists. Hann, sem
fæddist vor vegna, var vafinn reifum og lagður í jötu í
fjárhúsi, því að rúm var ekki fyrir hann í gistihúsinu.
Þó kom hann vor vegna hingað á jörðu til þess að flytja
oss fagnaðarboðskapinn um kærleika og Guðsríki meðal
allra manna hér á jörðu. Og þegar þú varst ungur og
næmur, þá hefirðu skilið þetta ef til vill betur en nokkru
sinni síðar. Minningin um Jesúm Krist varð svo lifandi
og hrein í hjarta þínu, og hversu fús hefðirðu verið að
gera allt fyrir þetta heilaga Guðs barn, sem þér var auðið.
Barnssálin hefir einhvern undrahæfileika til þess að ganga
inn í dýrð jólanna, eignast frið og fögnuð þeirra og verða
uplýst af þeim krafti frá hæðum, að sönn jól eru einkum
þar sem börnin eru fyrir. Jólin í barnæsku þinni voru
svo dásamleg, áhyggjur og sorgir röskuðu eigi ró þinni,
þú kunnir ekki þá að bera hlutskipti þitt saman við aðra
og þú áttir hæfileikann þá til þess að gleðjast innilega
af litlu. Þannig voru jólin þín og mín í bamæsku í skjóli
ástvinanna, sem bám oss á höndum sér.
Árin hafa liðið síðan, og tíminn sett sitt mark á oss
alla. Útlit og ásigkomulag mannsins breytist með aldrin-
um, og á sama hátt hefir sálarlíf vort og hugsun fengið
aðra útsjón, allskonar reynsla hefir skilið eftir merki sín