Kirkjuritið - 01.12.1950, Qupperneq 10

Kirkjuritið - 01.12.1950, Qupperneq 10
260 KIRKJURITIÐ í heimkynnum hugans. Með þessum breytingum stöndum vér enn, nú á þessari stundu, gagnvart jólahelginni. Hvert er nú viðhorf þitt? Enn renna blessuð jólin upp í lífi þínu. Geturðu tekið á móti þeim með sama fögnuði og í æsku? Þráirðu þessa hátíð enn eða kvíðirðu fyrir henni? Það eru margir, sem kvíða fyrir jólunum, því að hið ytra umstang spillir því að þeir geti notið þeirra. Það eru svo margir, sem keppa að því að gera jólin að mesta verzlunartímabili ársins og með öllum þeim kröfum og óþægindum, sem slíku fylgja. Og öllu slíku fylgja þær áhyggjur að undirbúa sig, útvega sér og bæta við sig að þörfu og óþörfu, þar til jólahátíðin sjálf hverfur hjá ver- aldaramstrinu. Þetta er hættan, sem vofir yfir þér og mér. Og svo líka hin hættan, að lífsreynslan og meiri þekking og vit hafi um leið eyðilagt eitthvað af því hrif- næma eðli, sem æskunni fylgdi. 1 þessu sambandi er oss því nauðsynlegt að rifja enn upp fagnaðarboðskap jól- anna, til þess að hjörtu vor megi opnast sem fyrr, svo að vér megum endurfæðast og fá þá birtu, þá huggun og þann frið í hjartað, sem svo nauðsynlegt er að öðlast á hverri jólatíð og alla daga lífs vors. Og boðskapurinn er þessi, að Guðs sonur var oss sendur og gefinn á jólunum, af því að Guð elskar mennina, og þeir eru hans böm þrátt fyrir syndir vorar og ófullkom- leika. Jesús flutti oss boðskapinn um Guðsríki, sem vera ætti á jörðu meðal allra manna og þjóða. Hann kenndi oss, að æðsta valdið, sem ráða ætti hér í heimi, væri kærleikur. Og þú sérð það, að þrátt fyrir allar fram- farir, vizku og lærdóm, verða menn aldrei sælir hér á jörðu, nema þeir séu kærleiksríkir. Og þú nýtur ekki sjálfur jólanna nema þú finnir áhrif kærleikans, finnir þennan kraft streyma til þín frá þeim, sem þú hefir bundið vonir þínar við. Hversu snautt og sorglegt er líf þess manns, sem aldrei hefir verið elskaður af neinum. Og æðsta reynsla lífsins segir oss, að enginn sé vitur nema
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.