Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 11

Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 11
JÓLIN — KÆRLEIKSHÁTÍÐ 261 hann sé góður, enginn voldugur nema hann sé kærleiks- ríkur. Þó þú og ég vöxum að árum og viti, þá fær hvorki lærdómur vor né lífsþekking hnekkt þessum boðskap Jesú um kærleikann. Hann er æðsta skilyrðið fyrir friði og farsæld allra manna og þjóða. Orð Jesú um þetta eru líf, andi og sannleikur. Og Jesús flutti oss þann boðskap, að í öllu sköpunarverkinu birtist vizka og forsjón Guðs, og lögmál sáningar og uppskeru væri opinberað í lífi hvers manns, ábyrgðin væri mikil, því að þetta líf vort væri undirbúningur fyrir hið æðra og eilífa líf. Enn í dag skiptast skoðanir um eilífðarmálin. Vísinda- menn, sem hafa mótmælt þessu, hafa aldrei getað af- sannað orð Krists og sömuleiðis hafa þeir aldrei getað fært mönnum neitt í staðinn fyrir það, sem þeir hafa rifið niður. En það sannast hér, að maðurinn lifir ekki af brauði einu saman, sál hans þarf á sama hátt og stöðugt að fá það lífsvatn, þá huggun og þann frið, er geri hið innra líf vort bjart og farsælt og öruggt í sambandi við hið ókomna. Þeir, sem í mestri auðmýkt og trúmennsku hafa íhugað þetta, og leitað eftir jafnvægi, öryggi og friði sálar- innar, þeir hafa fundið þetta allt, með því að kafa nógu djúpt og leita í sinni eigin sál, því að finnist ekki hin sanna jólagleði og hamingja hið innra í sál vorri, þá þarf ekki að leita að slíku hið ytra. Hin sanna jólagleði finnst fyrst og fremst í hjarta mannsins. Sé hjarta þitt opið fyrir Guðs jóladýrð, fyrir Jesú Kristi frelsara þínum, ef þú getur boðið honum þar inn, og varðveitt hans heilaga anda hið innra með þér, þá geturðu haldið heilög jól, þótt þú sért einn og ytri ástæður þínar af skornum skammti. Og í Ijósi þeirrar innri leitar verður þér það ljóst, hve dýrmætur og sannur boðskapur hans er um ábyrgð þína og mína og að vér uppskerum eins og vér sáum, og að þetta líf er stórkost- legt og dýrmætt tækifæri bæði fyrir hverja líðandi stund, og þó enn þýðingarmeira fyrir eilífa lífið, sem vér eigum

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.