Kirkjuritið - 01.12.1950, Blaðsíða 20
270
KIRKJURITIÐ
Kenning Jesú, fullþroska og fullmótuð eftir skírn hans
og freistingu, er fagnaðarerindið um komu Guðs ríkis.
Hún lýtur ekki aðeins að því, að ríkið sé nálægt. Það
kemur. Já, er þegar komið. Það er komið alls staðar þar,
sem vilji Guðs ræður. „Komi ríki þitt“ og „verði vilji
þinn svo á jörðu sem á himni“ er í raun og veru sama
bænin. Þess vegna er stefið í sæluboðum Fjallræðunnar:
„Þeirra er himnaríki." Mönnunum er ekki fyrst ætlað að
verða sælum og erfa ríki Guðs handan við gröf og dauða,
heldur þegar í þessu lífi. Þessi syndum flekkaða jörð á
í raun og sannleika að ummyndast öll í Guðs ríki.
Breytingin verður að gerast að innan með þeim hætti,
að mennirnir taki sinnaskiptum og trúi fagnaðarboðskapn-
um um Guð, veiti anda Guðs viðtöku, anda kærleika, rétt-
lætis og sannleika, endurfæðist til eilífs lífs. Þá er sum-
arið í nánd, fjötrar vetrarins hrökkva fyrir skini sólar-
innar og jörðin býst nýjum gróðri — verður ný jörð, þar
sem góðir menn byggja í samhljóðan við vilja Guðs og lög,
í djúpu samfélagi við hann sjálfan. Voldugt undur verður.
Ríkið mun breiðast út hið innra í mannssálunum líkt
og súrdeigið, sem kona tók og faldi í þrem mælum mjöls,
unz það sýrðist allt saman (Lúk. 13, 21; Matt. 13, 33).
Það mun vaxa eins og mustarðskornið, sem verður öllum
jurtum stærra og fær stórar greinar, svo að fuglar him-
ins geta hreiðrað sig í forsælunni af því (Mark. 4, 32 og
hliðst.). Það er eilíft líf mitt í tímanum, líf í trú og sið-
gæði, líf í návist Guðs, sem brýzt fram frjálst og óháð
öllu öðm. Að vísu boðar Jesús einnig ríkið í sambandi
við dóm og heimsslit í ægiljóma, en fyrst og fremst er
það hljóður kraftur Guðs í mannshjörtunum, sem birtist
með fyrirgefningu og friði, innra líf og gróandi, sem heyrir
börnunum til og þeim, er líkjast þeim í anda.
Jesús kemur sjálfur með þetta ríki til mannanna. Hann
sér fyrirheitin um það rætast í þeim náðargjöfum og í
þeim krafti, sem hann veitir mönnunum frá föðurnum
á himnum, í máttarverkunum, sem hann vinnur, og eink-