Kirkjuritið - 01.12.1950, Qupperneq 47
JÓN ARASON
291
allmargar af þeim vísum, sem til eru, séu úr löngum
brag. Bragarhátturinn er hinn sami á þeim og blærinn
allur líkur. En þó mun hitt einnig rétt, að hann hafi oft
gert slíkar vísur. En það mun óhætt mega segja, að betur
hafa dægurvísur ekki verið ortar á Islandi en Jón Ara-
son gerði í þeim kveðlingum, sem kunnir eru. Rímleiknin
er í bezta lagi, fyndni óbrigðul, naglinn hæfður á höfuðið
í hverri vísu og vísuorði, hvergi dauft bragð.
En þótt þessir lausakveðlingar einir hefðu verið ærið
nógir til þess að tryggja Jóni Arasyni sæti á skálda-
bekk, þá er langur vegur frá því, að skáldskap hans sé
með því lýst, því að eftir hann eru til 5 stór trúarljóð,
sem telja má í fremstu röð íslenzks kveðskapar fyrr og
síðar. Lýkur hann þar þeirri miklu tegund skáldskapar
á Islandi, sem hámarki nær í Lilju Eysteins Ásgrímssonar,
og má óhætt telja hann með fremstu fulltrúum þess kveð-
skapar, bæði um andríki og formsnilld. Mætti geta sér
þess til, að þetta mikla skáldafrek hafi hann unnið á
árunum, sem fæstar sögur fara af honum, 1542—’47,
að þeim árum meðtöldum. Hann er þá fullþroskaður, að-
stæðumar hamla honum frá að vera athafnamikill í
biskupsstjórn, og hættan, sem að kirkju hans steðjar,
hefir blásið að glóðum trúarinnar og aukið honum anda-
gift.
En það er til marks um stærð Jóns Arasonar, að þessi
ljóð, sem hefðu ein saman getað enzt honum til frægðar,
verða í raun og veru ekki nema aukageta. Menn muna
varla að hann var stórskáld, svo mikill er hann að öðru
leyti, svo stórskorinn persónuleiki hans og svo fyrirferðar-
miklar athafnir hans.
*
Gaman væri, og meira en það, að eiga mynd af Jóni
Arasyni, eins og hann leit út í andliti og að vallarsýn.
En þó að hún sé engin til, er eins og mynd af honum
hafi greipzt í hugskot fslendinga. Erfitt er að hugsa sér