Kirkjuritið - 01.12.1950, Qupperneq 47

Kirkjuritið - 01.12.1950, Qupperneq 47
JÓN ARASON 291 allmargar af þeim vísum, sem til eru, séu úr löngum brag. Bragarhátturinn er hinn sami á þeim og blærinn allur líkur. En þó mun hitt einnig rétt, að hann hafi oft gert slíkar vísur. En það mun óhætt mega segja, að betur hafa dægurvísur ekki verið ortar á Islandi en Jón Ara- son gerði í þeim kveðlingum, sem kunnir eru. Rímleiknin er í bezta lagi, fyndni óbrigðul, naglinn hæfður á höfuðið í hverri vísu og vísuorði, hvergi dauft bragð. En þótt þessir lausakveðlingar einir hefðu verið ærið nógir til þess að tryggja Jóni Arasyni sæti á skálda- bekk, þá er langur vegur frá því, að skáldskap hans sé með því lýst, því að eftir hann eru til 5 stór trúarljóð, sem telja má í fremstu röð íslenzks kveðskapar fyrr og síðar. Lýkur hann þar þeirri miklu tegund skáldskapar á Islandi, sem hámarki nær í Lilju Eysteins Ásgrímssonar, og má óhætt telja hann með fremstu fulltrúum þess kveð- skapar, bæði um andríki og formsnilld. Mætti geta sér þess til, að þetta mikla skáldafrek hafi hann unnið á árunum, sem fæstar sögur fara af honum, 1542—’47, að þeim árum meðtöldum. Hann er þá fullþroskaður, að- stæðumar hamla honum frá að vera athafnamikill í biskupsstjórn, og hættan, sem að kirkju hans steðjar, hefir blásið að glóðum trúarinnar og aukið honum anda- gift. En það er til marks um stærð Jóns Arasonar, að þessi ljóð, sem hefðu ein saman getað enzt honum til frægðar, verða í raun og veru ekki nema aukageta. Menn muna varla að hann var stórskáld, svo mikill er hann að öðru leyti, svo stórskorinn persónuleiki hans og svo fyrirferðar- miklar athafnir hans. * Gaman væri, og meira en það, að eiga mynd af Jóni Arasyni, eins og hann leit út í andliti og að vallarsýn. En þó að hún sé engin til, er eins og mynd af honum hafi greipzt í hugskot fslendinga. Erfitt er að hugsa sér
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.