Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 53

Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 53
LÍTIÐ LJÓÐKORN 297 „Sálin vaki, þá sofnar líf.“ Hve yndislegt er að sofna þreyttur og útslitinn eftir langan, sólheitan dag. Sofna sáttur við Guð og menn, sáttur við sinn eigin vökudraum, sem hvergi rættist betur en í ljúfum friði og blessaðri hvíld draumsællar nætur undir mildu bliki eilífra vakandi stjömuaugna, við þögn, djúpa þögn óræðra geima. Þar og hvergi betur en þar vakir sálin, hið eilífa í vitund mannsins, vakir og nýtur svölunar af tærum uppsprettum lífs- ins. Og segðu mér, hvaða munur er á svefni og dauða? Er það ekki aðeins stigmunur? Svo endar litla bænin okkar íslenzku bamanna á ógleyman- legum orðum, þrungnum af trausti og innileika: „Sé hún ætíð í þinni hlíf.“ Hvorki vaka lífsins, né svefn dauðans fær veitt blessun og frið, ef við erum ekki í vemd hins góða Guðs, sem eignaðist mannlega mynd í Jesú Kristi. Hans hlíf, hans varðgæzla er tákn þess, sem veitir manns- hjartanu sælasta öryggiskennd og hreinasta gleði. Og sú vernd bregzt aldrei þeim, sem fól sig á hendur þeim, er sólina hefir skapað, þegar í bemsku. Já, þetta em athuganir á björtustu geislum einnar smá- perlu íslenzkrar tungu og kristindóms. Viltu ekki muna að láta bamið þitt eignast sem flestar slíkar í fjársjóð hjarta síns, áður en það kveður æskuheimili sitt og heldur af stað út í örbirgð glaumsins. Árelíus Níelsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.