Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 64

Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 64
308 KIRKJURITIÐ af landinu yðar. Þaðan, sem ég kem,“ hélt hann áfram máli sínu, „er þá sögu að segja, að þar er ekki nægilegt land, og það, sem er til af landi, er búið að alplægja. Aftur á móti hafið þér mikið land, og gott land, svo gott land, að ég hefi aldrei áður séð neitt land, sem kemst í hálfkvisti við það.“ Túlkurinn þýddi og Baskirarnir hófu aftur samræður sín á meðal. Þótt Pakhom gæti ekki skilið það, sem þeir sögðu, tók hann eftir því, að þeir voru stöðugt að kalla eitthvað í mjög glaðværum tón, og ráku svo upp skellihlátur. Loks luku þeir máli sínu og horfðu á Pakhom, en túlkurinn tók til máls: „Ég á að tjá yður,“ mælti hann, „að við erum reiðubúnir að selja yður eins mikið land og þér æskið, að launum fyrir góðvild yðar. Þér þurfið ekki annað en hreyfa höndina og benda okkur á, hve mikið, — og það skal verða yðar.“ Þegar hér var komið, fór fólkið þó aftur að tala saman, sín á milli, og virtist vera að þrefa um eitthvað. Pakhom spurði túlkinn, hvað nú væri um að vera, og svaraði túlkur- inn honum á þessa leið: „Sumir þeirra segja að spyrja skuli höfðingjann, Starshina, fyrst til ráða um landið, og að ekkert megi gera án hans samþykkis. Aðrir segja, að það sé alls ekki nauðsynlegt." Á meðan Baskiramir voru að stæla um þetta, gekk maður nokkur með húfu úr blárefaskinni skyndilega upp í vagninn, og risu allir á fætur við komu hans, en túlkurinn sagði við Pakhom: „Þetta er Starshina, sjálfur höfðinginn." Pakhom greip óðara beztu síðkápuna og gaf hinum nýkomna og auk þess fimm pund af tei. Starshina tók á móti þessu með stök- ustu skyldurækni, og settist í heiðurssætið, en Baskiramir fóru þá að útskýra eitthvað fyrir honum, en hann hlýddi á þá og hlustaði, brosti þessu næst og mælti til Pakhoms á rússneska tungu: „Alveg sjálfsagt, gerið það fyrir okkur að velja yður land hvar helzt sem yður geðjast bezt. Við höfum mikið land.“ „Svo ég má taka eins mikið land og mig lystir,“ hugsaði Pakhom. „En einhvem veginn verð ég að búa örugglega um kaup þessi. Þeir geta tekið upp á því að segja: „Landið er yðar“ — og hrifsað það af mér aftur.“ En upphátt mælti hann: „Ég þakka yður fyrir hið góða boð. Það er satt, sem þið segið, að þið hafið mikið land, og

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.