Kirkjuritið - 01.12.1950, Síða 81
SÉRA HERMANN HJARTARSON
325
leitað trausts og halds hjá honum, hann vann sér ósjálf-
rátt þá tiltrú, að menn undu því vel að sitja eða standa
að hans vilja, jafnvel þeir, sem einþykkir eru og sér-
lundaðir að eðlisfari.
Ef til vill kom þessi eiginleiki séra Hermanns um per-
sónulegt áhrifavald hvergi skýrar fram en í skólastjórn
hans við Laugaskóla. Sá skóli er, eins og flestar íslenzkar
skólastofnanir, á gelgjuskeiði, jafnt hið ytra og innra. Ytri
búnaður og aðstaða skólans þurfti mikilla endurbóta og
aukningar við, er séra Hermann tók þar við skólastjórn,
þó úr góðra manna höndum væri. Kom þá fram það, sem
kunnugum reyndar var ljóst áður, hversu gjörhugall séra
Hermann var um verkleg viðfangsefni, ef hann beitti sér
að þeim. Er það tvímælalaust, að það var forsjá hans
og óþrotlegri fyrirhyggju að þakka, að byggingar þær og
umbætur, sem við skólann voru gerðar í hans tíð, reynd-
ust kosta allmiklu minna fé en þær voru áætlaðar, þrátt
fyrir aukna dýrtíð, meðan yfir stóð — og ekki var minna
til þeirra vandað en til var ætlast, nema betur væri. Er
slík niðurstaða svo fágæt nú á dögum, þar sem um kostn-
að er að ræða af almannafé, að vert er á lofti að halda,
þeim til lofs, er eiga.
Líku máli gegndi um aðrar fjárreiður skólans í hönd-
um séra Hermanns.
Um skólastjórn séra Hermanns, hið innra, má bezt
hlýða að tilfæra kafla úr minningargrein um hann, eftir
Snorra Sigfússon, námsstjóra á Akureyri, en þeir áttu
um langt skeið samvinnu um skólamál, og þó einkum
eftir að séra Hermann varð skólastjóri að Laugum. Snorra
farast þannig orð:
„Séra Hermann var gáfaður maður og glöggskyggn
með afbrigðum, en skapgerðin traust og heilsteypt. Hann
var oft þögull og fáskiptinn, en hugsaði margt, og í stöð-
ugri leit að úrlausnum á margskonar viðfangsefnum lífs
og starfs. Og þar hafði hann um margt sínar skoðanir,
og fór sínar leiðir. En þær virtust allar þaulhugsaðar.