Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 86
330
KIRKJURmÐ
lokin, varð þess valdandi, að 13 millj. manna misstu heimili
sín og aleigu, og meginhluti þess er þýzkumælandi fólk frá
A.-Evrópu og um 85% tilheyrandi lúthersku kirkjunni. Hafa
lútherskar kirkjur víða um heim reynt að hjálpa þessu fólki
eftir föngum og mest fyrir milligöngu alheimssambandsins í
Genf.
Þá má nefna Alkirkjuráðið (The World Council of Churches),
sem einnig hefir sínar höfuðstöðvar í 17, Route de Malagnou.
Eins og nafnið bendir til, er hér um mjög víðtæka kirkjulega
samvinnu að ræða og hefir stofnun þessi því allmikil húsa-
kynni til umráða og starfar í mörgum deildum. Helztu deild-
imar eru: Deild fyrir alþjóðlega hjálparstarfsemi, fræðslu-
deild, deild fyrir æskulýðsmál, útgáfu- og upplýsingadeild, og
segja nöfnin nokkuð til um starfsemi hinna ýmissu deilda.
Stjóm Alkirkjuráðsins skipa margir af mestu kirkjuleiðtogum
heimsins, og forstöðumenn hinna ýmissu deilda eru þekktir
og þrautreyndir kirkjumenn.
í nánu samstarfi við Alkirkjuráðið er hin þekkta alþjóðlega
kirkjustofnim Ecumenical Institute í Chateau Bossey í Genf,
er stofnuð var 1946. En þar eru skipulögð námsskeið og lær-
dómsflokkar fyrir lærða og leika, sem vilja kynna sér kirkju-
legt alþjóðastarf eða gerast leiðtogar í kirkjulegu starfi.
Hér hefir í örstuttu máli verið drepið á þessar merkilegu
stofnanir í Genf, er vinna að samvinnu allra kirkjudeilda.
Alkirkjuráðið stóð að hinu mikla kirkjuþingi í Amsterdam
1948 og kristilega æskulýðsþinginu í Oslo 1947, og lútherska
alheimssambandið undirbjó lútherska kirkjuþingið í Lundi 1947
og er nú að undirbúa annað þing í Þýzkalandi 1952.
Því miður getur íslenzka kirkjan lítinn þátt tekið í þessari
kirkjulegu samvinnu, hið helzta, sem við getum gert, er að
fræðast um þessar stofnanir og störf þeirra, svo að íslenzka
kirkjan fái einnig nokkuð af þeim lært. Þá er ég líka viss
um, að þessar stofnanir væru mjög fúsar að greiða götu ís-
lenzkra manna, er eitthvað vildu kynna sér kirkjulegt alþjóða-
starf eða annað, sem heyrir undir starfssvið þeirra.
íslenzka kirkjan má aldrei einangrast, í andlegum skilningi,
og því er okkur svo nauðsynlegt að fylgjast með því, sem
unnið er að kristilegu starfi í öðrum löndum.
Óskar J. Þorláksson.