Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 87

Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 87
Skírnir í kirkju, Skírn ungbarna er ein af fegurstu helgiathöfnum kirkjunnar. Foreldrar ættu yfirleitt ekki að draga það um of að skíra börn sín, bau ættu helzt ekki að vera eldri en hálfs árs, þegar þau eru borin til skírnar. Frá sjónarmiði trúarinnar er skírnin heilög athöfn, sakra- menti. Barnið er helgað Guði, leitt að föðurhjarta hans, til þess að það verði í sérstökum skilningi náðar hans og kær- leika aðnjótandi fyrir samfélagið við Jesúm Krist. En sjálf skírnarathöfnin á að fara fram í kirkju, þegar því verður við komið, það eykur mjög helgi athafnarinnar, og bæjum og kauptúnum er auðvelt að koma þessu svo fyrir. Víða tíðkast einnig mjög, að börn séu skírð í kirkju um jólin. Hér að framan birtist mynd af skírnarathöfn í kirkj- unni á Siglufirði á 2. jóladag 1949, en þá var 21 barn skírt í barnaguðsþjónustu. Ó. J. Þ. Nýjung í íslenzkri bókagerð. Passíusálmar Hallgríms Péturssonar með orðalykli eftir Björn Magnússon prófessor. Snæbjöm Jónsson 1950. Þessi útgáfa Passíusálmanna er gerð eftir orðréttri útgáfu Finns Jónssonar á eiginhandarriti Hallgríms Péturssonar sjálfs og mjög vönduð. Eru sálmamir prentaðir í ljóðlínum á góðan pappír, og bandið sterkt og smekklegt. Útgáfan er sérstæð að því leyti, að henni fylgir orðalykill, þannig að finna má umsvifalaust hvaða vers eða ljóðlínu í Passíusálmunum sem vera skal, ef menn muna aðeins úr eitt orð. Er þetta góð nýjung í íslenzkri bókagerð. Má telja það einkar vel fallið, að lesendum sé þannig greiddur vegur að lífsspeki og trúarsannindum Passíusálmanna, því að gull þeirrar námu þrýtur aldrei. Sú var tíð á íslandi, að mörgum

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.