Kirkjuritið - 01.01.1951, Page 7

Kirkjuritið - 01.01.1951, Page 7
HVERT SKAL HALDA? 5 eða sá misgjörðir sínar við aðra, sem biður fyrirgefning- ar á þeim. Og þannig mætti lengi telja. Hið sama gildir vitanlega um þjóðir heims og mann- kynið allt. Útsýnið yfir fyrra helming 20. aldarinnar getur breytzt til batnaðar við göngu mannkynsins hinn síðara hluta hennar. Vonin um það megnar að veita því þrek og kjark og bjartsýni til að æðrast ekki heldur leita einhvers betra. n. En hvert skal halda? Kirkjan svarar: Kristindómurinn á að vísa mannkyninu veginn. Þó er þess sízt að dyljast, að örðug gerist nú aðstaða hennar til að láta ljós kristindómsins lýsa heiðingjunum. Kristnu þjóðirnar svo nefndu eru sjálfar styrjaldarþjóðir, gráar fyrir járnum, fullar tortryggni og úlfúðar. Hvemig er imnt að vænta mikils árangurs af trúboði þeirra? Hljóta ekki hinar heiðnu að svara: Sýnið boðskap yðar um kær- leik og frið í verki. Ella getum vér ekki trúað honum, heldur hljótum að telja hann hræsni og yfirdrepsskap. Ef kristindómurinn megnar ekki að bæta líf og breytni sjálfra yðar, hví gerist þér þá svo djarfar að boða hann öðrum? Vér tökum þann vitnisburð einn gildan, sem studd- ur er lífi og starfi. Inn á við tálmar það einnig útbreiðslu kristninnar, hve kirkjan er klofin í deildir og sjálfri sér sundurþykk. Hver þeirra um sig telur sig hafa höndlað kristindóminn, en hinar vaða í villu og svíma. Og jafnvel innan sömu kirkju- deildar er barizt um stefnur og strauma. Að vísu er þetta lífsmark. En skortur samvinnunnar í miili í þyngstu nauð- um heims sýnir það og sannar, hve lítt kirkjan þekkir sinn vitjunartíma og hversu erfitt henni muni veitast að nema land með bömum sinnar eigin kynslóðar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.