Kirkjuritið - 01.01.1951, Page 11

Kirkjuritið - 01.01.1951, Page 11
HVERT SKAL HALDA? 9 Á síðasta aldarhelmingi hlaut þjóðin aftur fullveldi og sjálfstæði, og ytri framfarir hafa orðið enn meiri á mörg- um sviðum en hana gat órað fyrir. Allt eru þetta gjafir frá Drottins hendi. En innri þroski hennar samsvarar ekki hinum ytra. Hraðinn er svo mikill, að sálin er orðin á eftir, eins og svertingjar komast stundum að orði. Okkur skortir lifandi kristindóm. Við þurfum að koma auga á Jesú Krist sem þjóðarleiðtoga okkar. Hann bendir okkur að koma til sín. Opnum Nýja testamentið okkar og skoðum þar dýrðar- mynd hans. Og í hjartanu getum við numið orð hans: Fylg þú mér. Leiðum börn okkar til hans, og felum honum þjóðar- uppeldið. Höldum til hans með hækkandi sól, svo að hér verði „gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á Guðs ríkis braut.“ Ásmundur Guðmundsson. Vers. Nú er á þrotum þrekið mitt, þróttur að baki dottinn. Bíaðu nú baraið þitt, blessaður góði Drottinn. Theódóra Thoroddsen.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.