Kirkjuritið - 01.01.1951, Blaðsíða 12
Kristur Andesfjallanna,
Einkunnarorö:
Ó, tel ei leikstarf lítilsvert,
það lífið fyllir gleði, snilld og prýði.
I anda leiks var allt hið bezta gert:
hin æðsta list, hið dýrsta töfrasmíði.
Því lærðu að vera lítið, saklaust barn
I leik við allt, og jafnvel sjálfa elli,
svo verði lífsins kalda hörkuhjarn
að himinspegli, sléttu skautasvelli.
S. A.
Argentína og Chile eru syðstu ríkin í Suður-Ameríku. Milli
þeira er lengsti fjallgarður heimsins. Hann er einn af fáum
fjallgörðum, sem liggja norður og suður. Jámbrautin milli
þessara ríkja er hin hæsta í heimi.
Landaþræta hafði lengi staðið milli ríkjanna. Blóðugum or-
ustum lauk þar árið 1903. Sameinuðust þau þá tuttugu og
einu lýðveldi (að þeim meðtöldum) auk Canada. Það samband
nefnist Pan American Union. Árið 1904 reistu Argentína og
Chile afarstórt líkneski af Kristi hátt til f jalla hjá þjóðveginum
og á landamærunum. Það er 26 feta hátt, byggt úr málmi, sem
var steyptur upp úr fallbyssum frá Argentínu. Fótstallurinn
er úr fomgrýti, og á hann er letrað með stóm, gullnu letri:
„Fyrr skulu þessi fjöll hrynja að grunni en styrjöld hefjist
milli þessara ríkja.“ Líkneskið var tileinkað friðarmálum heims-
ins. Síðan hefir samvinna ríkt og bróðemi milli þessara ríkja.
KRISTUR ANDESFJALLANNA.
í Argentínu og Chile
var eitt sinn blóðugt stríð.
Um Andesfjöll var barizt
f stórskotahríð.