Kirkjuritið - 01.01.1951, Side 19

Kirkjuritið - 01.01.1951, Side 19
GUÐFRÆÐI KARLS BARTH 17 Rómv. 8, 3. Hann bjó ekki yfir neinum dularfullum, sál- rænum krafti, eins og menn hafa vanið sig á að trúa, ekki heldur var hann gæddur neinni trúarlegri snilligáfu. Eigi heldur bar hann í brjósti neina sérstæða hugprýði vegna trúar sinnar eða siðgæðis. Yfir höfuð að tala bjó hann ekki yfir neinni óvenjulegri kyngi sökum neins innra samfélags við Guð. Guðsótti einkennir hann ekki, og ágæti sitt hlýtur hann ekki fyrir það að hafa opinberað dýrð mannlegs eðlis á neinn sérstakan hátt. Gildi sitt fær hann fyrst fyrir dauða sinn og upprisu, þ. e. sem Kristur. Hvers tákn er kross Krists? Mannlega séð var þar fórn færð svipuð þeirri, sem móðir færir fyrir barn sitt, her- maður á vígvelli, trúboði eða læknir við störf sín. En sú hlið fórnardauðans snertir okkur álíka mikið eða lítið eins og hver annar sögulegur atburður. En sem betur fer er önnur hlið á fórnardauða Jesú en þessi. 1 honum er einnig fólgið svar eða yfirlýsing frá Guði til mannanna, yfirlýsing um Guð og samband hans við manninn. Þar fellur óvéfengjanlegur dómur yfir fánýti og einskisvirði hvers konar mannlegrar viðleitni, einkum þó þeirrar trú- arlegu. Hetjan deyr, spámaðurinn, undramaðurinn fær þarna sinn dóm, sinn dauða eins og allt annað, sem jarð- neskt er, til þess að sonur Guðs einn lifi. Á krossinum fer Guð sigurför yfir öllu mannlegu. Hann sannar þar, hver hann sé. Hann einn er sá, sem ræður. Hann einn er fær um að veita hjálpræðið, enginn getur áunnið sér það, allt er undir vilja hans einum komið. Eng- inn kann um að segja, hverjum hrapað verður til heljar, það kann að hugsast, að í þeim hópi verði einhver heilagur Frans, alveg eins og faðmur himnaríkis verður ef til vill opnaður manninum með eðli Cesars Borgía. Allt slíkt er hulið, því að hér á jörðu niðri, í myrkrum syndarinnar, er ekki nema örlítill skilsmunur á því bezta og því versta, svo feiknleg er hörmung þess mannkyns, sem byggir þessa veröld. 2

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.