Kirkjuritið - 01.01.1951, Page 24
22
KIRKJURITIÐ
sínum, hina sömu sem áður að sjúkrabeði dóttur Jaírusar,
þá Pétur, Jakob og Jóhannes. Hann heldur með þá upp
suðurhlíðar Hermonfjalls, sem ber við himin með tignar-
legum og glæstum stöllum og bungum, hyrnum og skorn-
ingum. Er kambur þess á fjórðu mílu á lengd suður af
Antí-Líbanon. Það er hæst um miðjuna, miklu hærra en
Öræfajökull, og rísa þar tindar upp af breiðum fanna-
skildi, um 2760 metra háir. Þetta er í augum Gyðinga
konungur fjallanna, fjallið heilaga, fjallið eina. Efst undir
jökulkrúnunni eru kalkhamrar og berar blágrýtisklappir,
þar sem refar eiga greni, úlfar bæli, birnir híði og ernir
hreiður. En mannsfóturinn stígur sjaldan upp í þessa háu
klettasali. Þangað er ekki heldur ferðinni heitið að þessu
sinni. Hægt og hægt þokast hópurinn litli upp hlíðarslakk-
ana, um hæðadrög og hóla, hvamma og brekkur, þar sem
birkiskógur vex af blágrýti, en innan um á stangli olíu-
viður og fíkjutré og vínviður. Hér og þar má einnig líta
önnur aldintré, eikur og kýprus. Þegar þeir koma upp úr
skógunum, tekur við austurlenzkur heiðagróður. Einhvers
staðar hátt í hlíðinni nema þeir staðar. Þar vill Jesús
biðjast fyrir í kyrrð og einveru fjallanna.
Liðið er á daginn, og þeir litast um í kvöldskininu.
Dýrlegust útsýn er þaðan yfir Gyðingaland, í björtu veðri
allt suður að Dauðahafi. Hreinn fjallablærinn leikur um
þá. Þeir eru móðir og þreyttir eftir að hafa klifið bratt-
ann og verða hvíldinni fegnir. Sólskinið slokknar á tind-
unum, rökkur færist yfir og svo stjörnubjört nótt. Þeir
ræða saman um stund. Staðurinn er heilagur. Svo verður
þögn. Postularnir þrír sveipa fast um sig yfirhöfnum sín-
um og gefast svefninum á vald.
Jesús vakir einn á bæn. Svo vill hann, að nóttin líði,
í djúpu samfélagi við föður hans á himnum. Þannig hafa
liðið margar nætur í lífi hans. Bænin er hjálp hans og
styrkur, svölun og endumæring. Við hjarta Guðs öðlast
hann frið og kraft. Eflaust er bænarefni hans nátengt
því, sem hann hefir boðað lærisveinum sínum þessa daga.