Kirkjuritið - 01.01.1951, Síða 25
UMMYNDUN JESÚ
23
1 bsen talar hann við föður sinn um manns-sonar hlut-
verkið, sem hann á að inna af höndum. Og við honum
blasir þjáningabrautin, sem hann á að ganga fram í dauða
^ krossi, en yfir hvelfist dýrð himinsins.
Hversu lengi bæn Jesú hefir staðið, veit enginn maður.
Fyrir honum sjálfum hafa tími og eilífð runnið saman í
eitt. Stjörnurnar líða áfram um himinbogann. Postularnir
hvila í fasta svefni stundum saman. Loks losa þeir svefn-
inn, og eru þó enn yfirkomnir af svefnþunga, því að enn
er nótt eða fyrsta morgunsár.
Allt í einu glaðvakna þeir.
^eir sjá Jesú þar sem hann biðst fyrir. Ásjóna hans er
°rðin önnur. Hann var áður brúnn af útiverunni, og veður-
barinn. Nú er hún leifturbjört, skein eins og sólin, segir
i einu guðspjallanna (Matt. 17, 2). Og á öðrum stað er
finnnzt á dýrð Guðs, eins og hún kom í ljós í ásjónu Jesú
Krists (2. Kor. 4, 6). Ferðabúningur hans, slitinn og snjáð-
Ur’ er orðinn fannhvítur eins og Hermontindur, „hvítari
en nokkur þófari á jörðu getur gjört“. Jesús hefir um-
myndazt til yfirjarðneskrar fegurðar, sem mannlegri tungu