Kirkjuritið - 01.01.1951, Side 33

Kirkjuritið - 01.01.1951, Side 33
SÁLMUR 31 Vor allra undir græða þú aleinn megnað fær, sem lézt þitt iíf út blæða, svo læknast mættu þær. 1 þínum ástarörmum er athvarf mitt og skjól, í ljóss þíns lindum vörmum allt lifnar fyrr sem kól. Þinn ástarandi þerrar mín angurs heitu tár, svo þraut og harmur þverrar og þungar lyftast brár. Að kveldi lífs míns líður og ljósið dagsins þver. IVTinn Jesú! bróðir bliður, eg bið þig lýsa mér. Frá þínu helga hjarta mér himinfegurð skin. Þar Iít eg Ijómann bjarta þess Ijóss, er aldrei dvín. JÓN G. SIGURÐARSON. Helgisögn um himnaför Maríu. Um 400 árum eftir Krists burð varð þessi helgisögn til um imnaför Maríu: „Þegar María móðir Jesú lá á banabeði, söfn- uðust allir postulamir um hvílu henar. Þá kom Jesús ásamt englum sínum, hóf upp sál hennar og fékk hana í hendur Míkael urkiengli. Þegar postulamir ætluðu daginn eftir að bera líkama ennar til grafar, birtist Jesús öðru sinni og lyfti líkama henn- ar 1 skýi upp til paradísar. Þar sameinaðist sál hennar líkam- anum á ný.“

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.