Kirkjuritið - 01.01.1951, Side 35

Kirkjuritið - 01.01.1951, Side 35
ÉG TRÚI Á GUÐ EN GRÝLUR EI 33 ekki mikil saga, né sérlega skarpleg athugasemd, er hann tilkynnir mér það „í hreinskilni og af góðvild", að ég hafi mikið sett ofan í sínum augum og margra annarra við bessa töpun vitsmunanna. Mundi góður rithöfundur hafa treyst lesendum sínum til að draga þessa einföldu ályktun. Að sjálfsögðu á þetta að skiljast þannig, að af öllu þessu böli sé hið síðastnefnda verst, og óneitanlega er þetta tjarskalegt áfall fyrir mig. En einhvern veginn verður að reyna að bera það, sem Guð á mann leggur. Eina huggun flytur þó sr. Sigurbjöm „dýrunum“. Þau eru án syndar °g óábyrg gerða sinna. Er þess þá heldur eigi að vænta, aÖ þau skilji guðfræði sr. Sigurbjarnar, né kunni að sýna henni tilhlýðilega virðingu. Og væri yfirleitt um nokkra von að ræða og ekki þessi „kvalitativi" mismunur á mér og mínum líkum og honum og öðrum frelsuðum, þá efast eg eigi um, að hann mundi verða örlátari á hjálpræðis- kenningar sínar og ekki telja eftir sér, þó mikill sé, að vísa týndum sauðum til rétts vegar. Aldrei mundi hann flýja at hólminum þeim, og sízt ganga svo hnakkakertur út af syiðinu, auglýsandi, að eigi sé hann framar til viðtals um sáluhjálparefni. Ástæðan til flóttans er aðeins sú, að ekki er við mennska menn að eiga, og er honum því virðandi betta til vorkunnar. En jafnvel úr djúpinu berast óp hinna töpuðu, og sagt er að þangað niður hafi meistarinn stigið til að tala um ynr öndunum í varðhaldi. Og sæmdi því lærisveininum Vel að fara að dæmi hans, ef hann hefði hinn sama kjark. egir svo í Niðurstigningarsögu, að þegar konungur dýrð- ar kom að helvítis virki, hafi hann brotið borg þessa og gert á hlið mikið, og hafi þá djöflar allir tekið að fálma °g skjálfa. En Adam féll til fóta domino og söng fjögur vers af þrítugasta sálmi Daviðs. Heimti Drottinn hann til smnar birti. Enda þótt enginn búist við slíkum afreksverkum af sr. igurbirni, mætti hann þó einhverja viðleitni hafa í sálu- Ja parstarfinu og sýna að minnsta kosti þá hetjulund, að 3

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.