Kirkjuritið - 01.01.1951, Síða 68
Sjúkdómar og samband sálar og líkama.
I.
1 læknisfræði miðaldanna úði og grúði af kennisetning-
um, sem gripnar voru úr lausu lofti. Hún var að mestu
byggð á grundvelli, sem ímyndunin ein hafði skapað. Menn
reyndu þá, eins og nú, að gera sér grein fyrir eðli sjúk-
dómanna, er þeir létu sér nægja að hugsa sér skýringarn-
ar og trúa þeim síðan. Með hugsuninni einni saman og
lokuðum augum gátu þeir leyst viðfangsefnin.
Á 18. öld fer fyrst verulega að bera á breytingu í þessu
efni. Þá hefst viðleitnin til að rannsaka hlutina. Hugsun-
inni er að vísu beitt sem fyrr, en réttmæti tilgátnanna
er prófað með hlutlægri athugun. Þar með er læknis-
fræðin orðin að vísindagrein í nútíma skilningi.
Smásjáin átti drjúgan þátt í framförum þeim, er lækna-
vísindin tóku á 18. og 19. öld. Hún opnaði mönnum nýja
heima. Gerlar og sýklar fundust fyrir hennar tilstilli, og
hún gerði fyrst mögulega athugun á hinni hárfínu bygg'
ingu mannlegra líkamsvefja.
Þegar læknisfræðin var þannig komin inn á braut hlut-
lægra rannsókna, leið ekki á löngu, að hún tæki í sína
þjónustu aðrar vísindagreinar, sem einnig voru í uppsigl'
ingu. Má þar sérstaklega nefna eðlisfræði og efnafræði-
Engin fræðisetning var nú lengur viðurkennd, nema hún
hefði staðizt krosspróf athugana og tilrauna. Allt varð
að mæla og vega, áður en komizt yrði að niðurstöðu.
Þær stórstígu framfarir, sem orðið hafa í læknisfraeð'
inni síðustu hundrað árin, ber að þakka þessari vísinda-