Kirkjuritið - 01.01.1951, Blaðsíða 82
Prestafundurinn í Helsingfors 1950,
Fulltrúar Prestafélags Islands á þessum fundi voru þeir svilarnir
séra Guðmundur Sveinsson og séra Jón Pétursson prófastur, höfund-
ur greinarinnar. — Á. G.
Áttunda allsherjarmót presta af Norðurlöndum var haldið 1
Helsingfors dagana 3. til 7. ágúst síðastl. Á mótinu voru 2?6
fulltrúar. Af þeim voru 16 Danir, 20 Norðmenn, 49 Svíar, 2
fslendingar og 189 Finnar.
Mótið hófst með hátíðarguðsþjónustu í Jóhannesarkirkjunnt
en það er kirkja sænska safnaðarins í borginni. Guðsþjónustan
var mjög hátíðleg. Fór altarisþjónustan ýmist fram á sænskn
eða finnsku, en allir sálmamir, sem sungnir voru, finnskir að
uppruna og lögin finnsk sálmalög.
Þótt lögin létu að vísu fremur ókunnuglega í eyrum, vorn
þau samt næsta kirkjuleg, og fylgdi þeim mikill hátíðleiki °S
kraftur. — Prédikari var pastor Erkki Kurki-Suomio frá Mið'
Finnlandi. Hann hafði valið að texta Róm. 1, 16: „Ég fyrirverð
mig ekki fyrir fagnaðarerindið, því að það er kraftur Guðs ti'
hjálpræðis hverjum þeim, er trúir.“ Prédikari dró upp í fáun^
og skýrum dráttum mynd af ástandi heimsins í dag og sýn^1
fram á, að fagnaðarerindið væri það eina, sem megnaði að
bjarga heiminum út úr þeim ógöngum, sem hann væri koiU'
inn í. Þess vegna mættu þjónar kirkjunnar ekki liggja á l1®1
sínu, heldur yrði hver og einn að vinna sitt verk af kostgæfn1’
meðan dagur er. Ræðan, sem flutt var á sænsku, var þrótt'
mikil, glögg og rökföst.
Að guðsþjónustunni lokinni sátu fulltrúar boð inni hjá Pr°'
fessor Paavo Virkunen. — Prófessor Virkunen er einn 3
fremstu mönnum finnsku kirkjunnar. Var hann um ske1