Kirkjuritið - 01.01.1951, Side 86

Kirkjuritið - 01.01.1951, Side 86
84 KERKJURITIÐ ar ekki úr að bæta, ef hugurinn, sem bak við stendur og á að beita valdinu, er í órækt og hugsjónir og hvatir lágar. Yrði mönnunum því æ Ijósari tilgangur kirkjulegrar starfsemi og fleiri og fleiri litu á kristilega lífsskoðun og siðferðishugsjón sem hið eina athvarf. Eftir flutning framsöguræðnanna var fulltrúum skipt í 3 flokka, sem hver um sig tók málið til umræðu. Umræður vorU fjörugar og skoðanir skiptar um starfsaðferðir, sem æskilegar væru til að ná til nútímamannsins. Um kvöldið sátu fulltrúar boð finnska prestafélagsins a hóteli einu, sem ber hið einkennilega nafn Kestikartano. Hótelið er byggt í gömlum finnskum stíl, úr óhefluðum bjálkum, einn stór saiur með mörgum hliðarstofum. Er sem maður sé koW' inn langt aftur í tímann og sjái fyrir sér húsbúnað miðaldanna- Stúlkumar, sem gengu um beina, voru allar í finnskum þjóð' búningum. Hér var fulltrúum, eins og stóð á dagskránni, boðið upp á „finnskt kvöld“. — Undir borðum sungu einsöngvaraf úr hópi finnsku prestanna þjóðsöngva sína, angurblíða söngva um hetjulíf og hetjudáðir, raunir og sorgir stríðsmannsins, setf1 berst fyrir ættjörð sína og þjóð. Það var einnig hér, að við fengum skýringu á uppruna finnsku þjóðarinnar og hinu sérkennilega máli þeirra, sem hljóm og hrynjandi líkist íslenzku meir en nokkurt hin«a Norðurlandamálanna, en orðmyndun og beygingar er jafn henni og hvítt svörtu. — í skólanum höfðum við lesið, a® Finnar væru Mongólar að uppruna. Er næsta vafasamt, að Sl1 tilgáta sé rétt. Að vísu svipar finnskunni til tungumáls, seú1 talað er af mongólskum þjóðflokki í Síberíu. — Á hinn bóginl1 er útlit og svipur þjóðarinnar næsta arískur og í öllu verulegu hinn sami og annarra Norðurlandabúa. Þegar á þetta hvort' tveggja er litið, hefir eftirfarandi tilgáta unnið fylgi meðai fræðimanna: Finnar eru að uppruna af arískum stofni, ua' skyldir Germönum. Mun þjóðflokkur þessi fyrir ævalöngu hafa lotið yfirráðum mongólsks herflokks. Mongólamir mynduðu e^s konar yfirstétt, blönduðust lítt þjóðinni, en mál herraþjóðar' innar sigraði. Síðar skildu leiðir Mongólanna og Finnanna, eU hinir síðamefndu hafa haldið málinu. Eitt höfuðeinkenni finnskunnar er hin mörgu föll nafnorð' anna (18 föll), því að finnskan lýsir því með mismunandi

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.