Kirkjuritið - 01.04.1951, Side 6
96
KTRKJURITIÐ
en forseti hins íslenzka lýðveldis, er það var stofnað á
Þingvöllum við öxará 17. júní 1944.
Hann hefir þannig verið þjóðhöfðingi vor í áratug. Og
störf hans hafa orðið oss gifturík, enda trúir hann á Guð
sinn og land sitt.
Kirkjuritið árnar honum allrar blessunar.
Megi þjóð vor og kirkja njóta hans sem lengst.
Sumri fagnað.
Ljóssins GuS, þig lofum vér.
Allt þér Ijúfa lofgjörð flytur, —
lækjarniður, bjarkaþytur.
Allt, sem lifir, lýtur þér.
Undir heiðum himni bláum
hörpu vorsins stillir þú,
og með söngvahljómi háum
heilsar land vort sumri nú.
Lofum Guð í kirkjukór,
lofum hann í hreysi smæsta, —
hann, sem lægði brimið æsta;
honum veður hlýddi’ og sjór.
Lofum hann, sem heill oss krýndi,
harmbót sáru böli vann. —
Hann oss mikla miskunn sýndi;
menn og englar lofi hann!
Þúsundradda þakkargjörð
vorsins kátir fuglar flytja,
fornra stöðva aftur vitja
enn á vorri ættarjörð.
Lofgjörð engla undir tekur
öll hin sumarglaða hjörð,
og í brjóstum allra vekur
unað fagurgróin jörð.