Kirkjuritið - 01.04.1951, Page 6

Kirkjuritið - 01.04.1951, Page 6
96 KTRKJURITIÐ en forseti hins íslenzka lýðveldis, er það var stofnað á Þingvöllum við öxará 17. júní 1944. Hann hefir þannig verið þjóðhöfðingi vor í áratug. Og störf hans hafa orðið oss gifturík, enda trúir hann á Guð sinn og land sitt. Kirkjuritið árnar honum allrar blessunar. Megi þjóð vor og kirkja njóta hans sem lengst. Sumri fagnað. Ljóssins GuS, þig lofum vér. Allt þér Ijúfa lofgjörð flytur, — lækjarniður, bjarkaþytur. Allt, sem lifir, lýtur þér. Undir heiðum himni bláum hörpu vorsins stillir þú, og með söngvahljómi háum heilsar land vort sumri nú. Lofum Guð í kirkjukór, lofum hann í hreysi smæsta, — hann, sem lægði brimið æsta; honum veður hlýddi’ og sjór. Lofum hann, sem heill oss krýndi, harmbót sáru böli vann. — Hann oss mikla miskunn sýndi; menn og englar lofi hann! Þúsundradda þakkargjörð vorsins kátir fuglar flytja, fornra stöðva aftur vitja enn á vorri ættarjörð. Lofgjörð engla undir tekur öll hin sumarglaða hjörð, og í brjóstum allra vekur unað fagurgróin jörð.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.