Kirkjuritið - 01.04.1951, Page 7

Kirkjuritið - 01.04.1951, Page 7
SUMRI FAGNAÐ • BÆN 97 Komi, — komi fylking fríð, voldugir og valdasmáir, veikir, snauðir, ríkir, háir! Drottin sérhver tigni tíð. Allir heimsins helgidómar hljómi, Guð, til dýrðar þér. Þökk og játning eilíf ómar: Öruggt hæli Drottinn er! (Að nokkru eftir erl. fyrirmynd). VALD. V. SNÆVARR. Bœn. Þú, Ijóssins Guð, sem lýsir myrka geima og Ijós þitt sendir út um víða heima; svalaðu mér á Ijóssins helgu lindum og lækna mig af öllum mínum syndum. Þú, lífsins Guð, sem lífið öllu gefur og líknarörmum minnsta frækorn vefur. Lífgaðu andans eld í huga mínum, er upp sér lyfti' að dýrðarhástól þínum. Þú, kærleiks Guð, sem elskar allt hið góða og athvarf veitir börnum landa' og þjóða. Ó, lát þinn kærleikskraft í hug mér búa og kenndu mér að öllu góðu að hlúa. Svo þegar jarðar-lífi lýkur mínu, mér leið þú opna’ að sæluríki þínu, þar sem að Ijóss og lífs og kærleiks-kraftur kröftugri rís í sálu minni aftur. Jón G. Sigurösson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.