Kirkjuritið - 01.04.1951, Page 10
100
KIRKJURITIÐ
þeim af stað út í hið erfiða og áhættusama trúboðsstarf.
Efasemdirnar eru oft áleitnar gagnvart orðunum einum
saman, ef ekkert annað er til að styðjast við. Það er svo
auðvelt að segja eitt og annað, ef ekki þarf að færa að
því rök eða sannanir. Og þó að tímarnir á dögum Jesú
væru ólíkir nútímanum að mörgu leyti og meðal annars
í því, að vera lausari við alla heilbrigða og óheilbrigða
gagnrýni, þá er þó víst, að einnig þá voru staðreyndimar
öruggasta undirstaðan.
Jesús skildi öllum betur mannlegt eðli, líka Tómasar-
eðlið, efasemdirnar, sem oft eru áleitnastar í því, sem
okkur finnst mestu máli skipta. Hann lét þess vegna læri-
sveina sína ekki þurfa að styðjast við orðin ein í þessu
mikilvæga máli, heldur einnig þær staðreyndir, sem ekki
var unnt að mæla móti eða hrekja. Hann birtist þeim
sjálfur eftir dauðann mörgum og margsinnis, til þess að
sýna þeim og sanna, að orð hans voru rétt og sönn, er
hann sagði þeim, að hann mundi lifa áfram og einnig þeir
mundu lifa, þótt þeir dæju.
Við höldum heilaga páskahátíð til minningar um þessa
staðreynd. Og við getum alls ekki gert okkur neina full-
komna hugmynd um, hversu mikilvægt þetta var. Við sjá-
um, hversu geysileg breyting varð á lærisveinunum við
það að endurheimta hann frá gröfinni. Hnípnir, hugdeigir
og vonsviknir höfðu þeir verið, eftir að hann var frá þeim
tekinn og krossfestur. En við að sjá hann aftur upprisinn,
er sem óbuganlegur karlmennskuþróttur, gleði og djörf-
ung gagntaki sálir þeirra, svo að ekkert óx þeim í augum,
hvorki ofsóknir né dauði, aðeins ef þeir gátu prédikað
hann og útbreitt trúna á hann krossfestan og upprisinn.
Það er þess vegna líklega mjög nærri sanni, að einmitt
páskaviðburðinum eigum við það mest af öllu að þakka,
að hinar kristnu lífshugsjónir bárust á sínum tíma út um
heiminn. Fyrir síðari tíma hefir upprisa drottins Jesú haft
líka ómetanlegt gildi, ekki sízt eftir að efasemdatilhneig-
ingar mannanna og gagnrýni þeirra tóku að færast í vöxt.